Biður frjálslynda sjálfstæðismenn að koma út úr skápnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. ágúst 2011 20:00 Guðmundur Steingrímsson mun styðja ríkisstjórnina til góðra verka eins og í Evrópumálum. Þá biðlar hann til frjálslyndra sjálfstæðismanna sem deila sömu hugsjónum. Guðmundur átti bókaðan fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknar laust eftir ellefu en leit fyrst við á skrifstofu flokksins við Hverfisgötu til að segja sig formlega úr flokknum. Hann segist hafa fengið góð viðbrögð við ákvörðun sinni. (Hægt er að fylgjast með ferðalagi Guðmundar í myndskeiðinu með fréttinni.) „Það loguðu allar símalínur heimilisins í gær og núna þarf ég að verja deginum í að svara ótal jákvæðum og uppbyggilegum stuðningspóstum," segir hann. Guðmundur segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá fólki úr öllum flokkum, líka Sjálfstæðisflokknum. „Ég skora á sjálfstæðismenn, sem ég veit að eru frjálslyndir í hugsun og vilja opið og víðsýnt, alþjóðlega sinnað samfélag, að taka af skarið og hætta að tala sér þvert um geð." Guðmundur hyggst styðja ríkisstjórnina í ákveðnum málaflokkum. „Ég styð það að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið verði kláraðar og þjóðin fái að taka afstöðu til samnings, en um það eru deildar meiningar í ríkisstjórninni. Í ríkisstjórninni eru líka deildar meiningar um lýðræðisumbætur, eins og stjórnlagaráð hefur gert tillögu um. Ég styð þær og þann arm ríkisstjórnarinnar sem vill það." Guðmundur fundaði því næst með formanninum á skrifstofu þingflokks Framsóknarflokksins í Austurstræti og afhenti honum úrsögn sína úr flokknum bréflega. Spunameistarar nánast allra flokka fóru á fullt í gær og í dag og alls kyns sögusagnir fóru í gang um að ákvörðun Guðmundar hafi verið tekin í samráði við trúnaðarmenn í Samfylkingunni. Fréttastofa fékk m.a ábendingar um þetta sem enginn hefur hins vegar viljað kannast við. Og hefur Guðmundur neitað þessu sjálfur. Össur Skarphéðinsson og ráðgjafar hans voru nefndir til sögunnar, en Össur vísar þessu á bug. „Ég hef ekki orðið var við nokkur samtöl af hans hálfu, við nokkurn í okkar hópi. Að minnsta kosti ekki við mig eða mitt nánasta umhverfi," segir Össur. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Guðmundur hittir Sigmund fyrir hádegi Guðmundur Steingrímsson þingmaður hittir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins klukkan ellefu í dag þar sem hann mun segja sig formlega úr flokknum. 23. ágúst 2011 09:49 Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. 22. ágúst 2011 18:46 Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. 23. ágúst 2011 03:00 Síminn stoppar ekki hjá Guðmundi Steingríms Undanfarin sólarhring hefur síminn ekki stoppað og pósti rignir inn. Þetta segir Guðmundur Steingrimsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í pistli á vefsíðu sinni þar sem hann útskýrir úrsögn sína úr Framsóknarflokknum. 23. ágúst 2011 15:12 Guðmundur formlega genginn úr Framsóknarflokknum Guðmundur Steingrímsson alþingismaður mætti á skrifstofu Framsóknarflokksins i dag til þess að segja sig úr flokknum. Hann ræddi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins um afstöðu sína. 23. ágúst 2011 11:28 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson mun styðja ríkisstjórnina til góðra verka eins og í Evrópumálum. Þá biðlar hann til frjálslyndra sjálfstæðismanna sem deila sömu hugsjónum. Guðmundur átti bókaðan fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknar laust eftir ellefu en leit fyrst við á skrifstofu flokksins við Hverfisgötu til að segja sig formlega úr flokknum. Hann segist hafa fengið góð viðbrögð við ákvörðun sinni. (Hægt er að fylgjast með ferðalagi Guðmundar í myndskeiðinu með fréttinni.) „Það loguðu allar símalínur heimilisins í gær og núna þarf ég að verja deginum í að svara ótal jákvæðum og uppbyggilegum stuðningspóstum," segir hann. Guðmundur segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá fólki úr öllum flokkum, líka Sjálfstæðisflokknum. „Ég skora á sjálfstæðismenn, sem ég veit að eru frjálslyndir í hugsun og vilja opið og víðsýnt, alþjóðlega sinnað samfélag, að taka af skarið og hætta að tala sér þvert um geð." Guðmundur hyggst styðja ríkisstjórnina í ákveðnum málaflokkum. „Ég styð það að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið verði kláraðar og þjóðin fái að taka afstöðu til samnings, en um það eru deildar meiningar í ríkisstjórninni. Í ríkisstjórninni eru líka deildar meiningar um lýðræðisumbætur, eins og stjórnlagaráð hefur gert tillögu um. Ég styð þær og þann arm ríkisstjórnarinnar sem vill það." Guðmundur fundaði því næst með formanninum á skrifstofu þingflokks Framsóknarflokksins í Austurstræti og afhenti honum úrsögn sína úr flokknum bréflega. Spunameistarar nánast allra flokka fóru á fullt í gær og í dag og alls kyns sögusagnir fóru í gang um að ákvörðun Guðmundar hafi verið tekin í samráði við trúnaðarmenn í Samfylkingunni. Fréttastofa fékk m.a ábendingar um þetta sem enginn hefur hins vegar viljað kannast við. Og hefur Guðmundur neitað þessu sjálfur. Össur Skarphéðinsson og ráðgjafar hans voru nefndir til sögunnar, en Össur vísar þessu á bug. „Ég hef ekki orðið var við nokkur samtöl af hans hálfu, við nokkurn í okkar hópi. Að minnsta kosti ekki við mig eða mitt nánasta umhverfi," segir Össur. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Guðmundur hittir Sigmund fyrir hádegi Guðmundur Steingrímsson þingmaður hittir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins klukkan ellefu í dag þar sem hann mun segja sig formlega úr flokknum. 23. ágúst 2011 09:49 Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. 22. ágúst 2011 18:46 Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. 23. ágúst 2011 03:00 Síminn stoppar ekki hjá Guðmundi Steingríms Undanfarin sólarhring hefur síminn ekki stoppað og pósti rignir inn. Þetta segir Guðmundur Steingrimsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í pistli á vefsíðu sinni þar sem hann útskýrir úrsögn sína úr Framsóknarflokknum. 23. ágúst 2011 15:12 Guðmundur formlega genginn úr Framsóknarflokknum Guðmundur Steingrímsson alþingismaður mætti á skrifstofu Framsóknarflokksins i dag til þess að segja sig úr flokknum. Hann ræddi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins um afstöðu sína. 23. ágúst 2011 11:28 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Guðmundur hittir Sigmund fyrir hádegi Guðmundur Steingrímsson þingmaður hittir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins klukkan ellefu í dag þar sem hann mun segja sig formlega úr flokknum. 23. ágúst 2011 09:49
Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. 22. ágúst 2011 18:46
Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. 23. ágúst 2011 03:00
Síminn stoppar ekki hjá Guðmundi Steingríms Undanfarin sólarhring hefur síminn ekki stoppað og pósti rignir inn. Þetta segir Guðmundur Steingrimsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í pistli á vefsíðu sinni þar sem hann útskýrir úrsögn sína úr Framsóknarflokknum. 23. ágúst 2011 15:12
Guðmundur formlega genginn úr Framsóknarflokknum Guðmundur Steingrímsson alþingismaður mætti á skrifstofu Framsóknarflokksins i dag til þess að segja sig úr flokknum. Hann ræddi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins um afstöðu sína. 23. ágúst 2011 11:28