Innlent

Síminn stoppar ekki hjá Guðmundi Steingríms

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðmundur ræddi við Sigmund Davíð í morgun.
Guðmundur ræddi við Sigmund Davíð í morgun. Mynd/ Sigurjón Ólason
Undanfarin sólarhring hefur síminn ekki stoppað og pósti rignir inn. Þetta segir Guðmundur Steingrimsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í pistli á vefsíðu sinni þar sem hann útskýrir úrsögn sína úr Framsóknarflokknum.

Hann hitti Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, í dag til að gera grein fyrir afstöðu sinni. Guðmundur segir að nánast undantekningalaust fái hann stuðningsyfirlýsingar við þá hugmynd að nýtt afl þurfi á Íslandi til þess að vinna þessum hugsjónum fylgi og til þess að breyta stjórnmálunum. Margir hafi greinilega hugsað það sama.

„Ég hef því styrkst verulega í þeirri trú minni að úti í þjóðfélaginu - á meðal flokksbundinna einstaklinga í öllum flokkum og óflokksbundinna - er fullt af fólki sem deilir þessum skoðunum; fólk sem aðhyllist opin og uppbyggileg vinnubrögð, opið, óheft og óhrætt samfélag. Ég veit líka að það er til fólk sem er komið með nóg af tilgangslausu þrasi hefðbundinna stjórnmála, refskák, þröngsýni, undirtökum öfgaafla, úr sér genginni flokkstrú og gamaldags sérhagsmunagæslu. Fólk sem vill heiðarlega umræðu um grundvallarsýn fyrir frjálst og réttlátt íslenskt samfélag,“ segir Guðmundur Steingrímsson.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×