Innlent

Guðmundur hittir Sigmund fyrir hádegi

GRV og JHH skrifar
Guðmundur Steingrímsson hittir Sigmund Davíð nú fyrir hádegi.
Guðmundur Steingrímsson hittir Sigmund Davíð nú fyrir hádegi.
Guðmundur Steingrímsson þingmaður hittir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, klukkan ellefu í dag þar sem hann mun segja sig formlega úr flokknum.

Guðmundur tilkynnti um ákvörðun sína um úrsögn í gær. Síðar í dag ætlar hann að gera nánari grein fyrir ákvörðun sinni en hann stefnir á að stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna.

Allir þingmenn Framsóknarflokksins sem fréttastofa náði tali af í gær sögðu að þeir hefðu ekki haft hugmynd um fyrirætlan Guðmundar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×