Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. ágúst 2011 18:46 Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. Guðmundur Steingrímsson, sem gekk í Framsóknarflokkinn úr Samfylkingunni í ársbyrjun 2009, hefur verið óánægður innan flokksins í nokkurn tíma og ekki talið sig eiga samleið með hugmyndafræði flokksforystunnar. Þar vega Evrópumálin þungt en Guðmundur hefur ekki verið sammála formanni flokksins í því máli. Þá er mörgum eflaust minnisstætt að Guðmundur greiddi ekki atkvæði með vantrauststillögu á ríkisstjórnina hinn 13. apríl sl. sem margir þingmenn Framsóknar studdu og gerði Guðmundur grein fyrir atkvæði sínu með þeim orðum að hann ætlaði „ekki að taka þátt í þessum leikaraskap." Guðmundur þú ert að stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna? „Ég myndi frekar segja að þetta væri eitthvað sem mig myndi langa til að gera." Hefurðu tilkynnt formanni flokksins formlega um úrsögn þína úr flokknum? „Nei, þetta ætla ég allt að gera á morgun en í dag láku þessar hugmyndir út og allt í lagi með það. En á morgun hef ég semsagt hugsað mér að segja mig úr þingflokki Framsóknarflokksins og úr Framsóknarflokknum og útskýra það á minn hátt með grein sem ég ætla að birta á vefnum." Þrír menn sem hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi, eftir grein sem formaður Framsóknar birti í Morgunblaðinu. Er það vísbendingum að það sé rúm fyrir nýjan miðjuflokk í íslenskum stjórnmálum? „Já, það er vísbending um það. Og ég held reyndar að þetta sé í öðrum flokkum og meðal óflokksbundinna. Ég hef orðið var við það mjög víða, að það er krafa um þennan valkost. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnaðan, grænan miðjuflokk. Og ég finn þá kröfu í sjálfum mér af því mér fannst mjög leiðinlegt að uppgötva það að ég var ekki í slíkum flokki. Og þá vissi ég að ég þyrfti að fara úr honum." Guðmundur hefur ekki rætt málið sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins en segist hafa rætt þetta við aðra framsóknarmenn. Guðmundur verður utan flokka á meðan hann hefur ekki formlega stofnað hinn nýja flokk og verður því óháður þingmaður fyrst um sinn. Hann segir að það séu ekki aðrir þingmenn með honum í stofnun hins nýja flokks, en kallar eftir liðsstyrk annarra sem deila sömu hugsjónum. Einhverjar hugmyndir að nafni, Miðjuflokkurinn t.d? „Það eru ekki komnar neinar hugmyndir að nafni, en þetta er hins vegar ein mikilvægasta spurningin," segir Guðmundur Steingrímsson. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. Guðmundur Steingrímsson, sem gekk í Framsóknarflokkinn úr Samfylkingunni í ársbyrjun 2009, hefur verið óánægður innan flokksins í nokkurn tíma og ekki talið sig eiga samleið með hugmyndafræði flokksforystunnar. Þar vega Evrópumálin þungt en Guðmundur hefur ekki verið sammála formanni flokksins í því máli. Þá er mörgum eflaust minnisstætt að Guðmundur greiddi ekki atkvæði með vantrauststillögu á ríkisstjórnina hinn 13. apríl sl. sem margir þingmenn Framsóknar studdu og gerði Guðmundur grein fyrir atkvæði sínu með þeim orðum að hann ætlaði „ekki að taka þátt í þessum leikaraskap." Guðmundur þú ert að stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna? „Ég myndi frekar segja að þetta væri eitthvað sem mig myndi langa til að gera." Hefurðu tilkynnt formanni flokksins formlega um úrsögn þína úr flokknum? „Nei, þetta ætla ég allt að gera á morgun en í dag láku þessar hugmyndir út og allt í lagi með það. En á morgun hef ég semsagt hugsað mér að segja mig úr þingflokki Framsóknarflokksins og úr Framsóknarflokknum og útskýra það á minn hátt með grein sem ég ætla að birta á vefnum." Þrír menn sem hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi, eftir grein sem formaður Framsóknar birti í Morgunblaðinu. Er það vísbendingum að það sé rúm fyrir nýjan miðjuflokk í íslenskum stjórnmálum? „Já, það er vísbending um það. Og ég held reyndar að þetta sé í öðrum flokkum og meðal óflokksbundinna. Ég hef orðið var við það mjög víða, að það er krafa um þennan valkost. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnaðan, grænan miðjuflokk. Og ég finn þá kröfu í sjálfum mér af því mér fannst mjög leiðinlegt að uppgötva það að ég var ekki í slíkum flokki. Og þá vissi ég að ég þyrfti að fara úr honum." Guðmundur hefur ekki rætt málið sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins en segist hafa rætt þetta við aðra framsóknarmenn. Guðmundur verður utan flokka á meðan hann hefur ekki formlega stofnað hinn nýja flokk og verður því óháður þingmaður fyrst um sinn. Hann segir að það séu ekki aðrir þingmenn með honum í stofnun hins nýja flokks, en kallar eftir liðsstyrk annarra sem deila sömu hugsjónum. Einhverjar hugmyndir að nafni, Miðjuflokkurinn t.d? „Það eru ekki komnar neinar hugmyndir að nafni, en þetta er hins vegar ein mikilvægasta spurningin," segir Guðmundur Steingrímsson. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent