Innlent

Guðmundur formlega genginn úr Framsóknarflokknum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðmundur Steingrímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðast við.
Guðmundur Steingrímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðast við. Mynd/ Sigurjón Ólason
Guðmundur Steingrímsson alþingismaður mætti á skrifstofu Framsóknarflokksins i dag til þess að segja sig úr flokknum. Hann ræddi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins um afstöðu sína.

Guðmundur greindi frá úrsögn sinni í fjölmiðlum í gær og ætlar að rökstyðja hana nánar síðar í dag. Talsvert hefur verið tekist á um málefni innan Framsóknarflokksins liðnar vikur og mánuði. Ekki síst um málefni tengd Evrópusambandinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×