Innlent

Bílvelta í Breiðholtinu - grunur leikur á háskaakstri

Eins og sést er bíllinn afar illa farinn.
Eins og sést er bíllinn afar illa farinn.
Bílvelta varð um klukkan átta í kvöld í Breiðholtinu, en íbúi sem tók meðfylgjandi mynd af slysinu, fullyrðir að um hraðakstur hafi verið að ræða.

Lögreglan staðfestir að vitni hafi lýst atvikinu sem hraðakstri en vilja ekki tjá sig efnislega um málið þar sem það er enn í rannsókn.

Ökumaðurinn, sem er um tvítugt, var einn í bílnum. Hann var fluttur á spítala til aðhlynningar. Ekki er talið að hann hafi slasast alvarlega við veltuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×