Innlent

Landsbankinn gæti tapað 25 milljörðum

Landsbankinn lýsir yfir miklum áhyggjum af frumvarpi um stjórn fiskveiða og segir að ef frumvarpið verði samþykkt geti tap bankans numið 25 milljörðum króna.

Þá hefur ekki verið tekið tillit til þess taps sem bankinn kann að verða fyrir vegna annarra lántakenda sem eiga beint og óbeint afkomu sína undir íslenskum sjávarútvegi að því er segir í umsögn bankans um frumvarpið. 

Í umsögninni segir einnig að þær breytingar sem boðaðar eru í frumvarpinu muni skapa lakari rekstrarskilyrði í sjávarútvegi og draga úr hagkvæmni í greininni. Jafnframt er það mat Landsbankans að frumvarpið feli í sér veruleg neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu bankans og þar með samsvarandi neikvæð fjárhagsleg áhrif á íslenska ríkið sem stærsta hluthafa bankans.

Í lokaorðum umsagnarinnar, sem undirrituð er af Steinþóri Pálssyni bankastjóra, segir að það sé mat bankans að endurskoða þurfi frumvarpið frá grunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×