Lífið

Hvernig er það eru allir með öllum í Hollywood?

myndir/cover media
Það bókstaflega sýður á slúðurmiðlum vestan hafs í tengslum við skilnað Will Smith og Jödu Pinkett Smith. Ekki nóg með að þau segjast ekki vera að skilja (sjá hér) heldur er því haldið fram að Jada hafi undanfarið ár haldið framhjá Will með fyrrverandi eiginmanni Jennifer Lopez, Mark Anthony.

Mark og Jada leika saman í sjónvarpsþáttunum Hawthorne.

Jada hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún harðneitar að eiga í ástarsambandi við Mark sem skildi við Jennifer í síðasta mánuði.

Í myndasafni má sjá myndir sem teknar voru við tökur á umræddum sjónvarpsþætti sem Jada framleiðir en Mark er sérstakur tónlistarráðgjafi þáttanna.


Tengdar fréttir

Will Smith skilinn

Will og Jada Pinkett Smith eru skilin eftir 13 ára langt hjónaband samkvæmt tímaritinu In Touch Weekly. Tíminn flýgur svo hratt. Fólk kemur inn í líf þitt og hverfur jafnóðum. Aldrei láta tækifærið fram hjá þér fara að segja fólkinu sem þú elskar hvað það skiptir þig miklu máli, lét Will hafa eftir sér.

Eru ekki að skilja

Bandaríski leikarinn Will Smith og eiginkona hans Jada Pinkett-Smith neita sögusögnum um skilnað. Í sameiginlegri yfirlýsingu segjast þau vera hamingjusöm og hjónabandið sé óskaddað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.