Lífið

29,5 kg farin á 4 mánuðum

myndir/cover media
Söngkonan Mariah Carey, 41 árs, sem eignaðist tvíburana Monroe og Moroccan 30. apríl síðastliðinn lýsir meðgöngunni sem erfiðri líkamlegri upplifun.

Mariah, sem hefur verið dugleg að setja myndir af sér á Twitter síðuna sína, lét hafa eftir sér opinberlega hvað hún er stolt af því að hafa lést um 29,5 kíló síðan hún fæddi börnin:

Ég er svo stolt af sjálfri mér. Ég er það virkilega. Að ganga með tvíbura er ólíkt öllu öðru. Það er auðvelt að segja að þetta sé allt þess virði en þegar fæturnir þínir eru risastórir og óþekkjanlegir þá er þessi reynsla töluvert erfiðari en margan grunar.

Nú skokkar söngkonan daglega og borðar holla fæðu á milli þess sem hún hugar að tvíburunum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af söngkonunni í fylgd einkaþjálfara og aðstoðarkonu í Tribeca hverfi í New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.