Lífið

Reykjavík Runway hönnuðir láta gott af sér leiða

Forsala á fatnaði hönnuðanna sem kepptu í úrslitum Reykjavik Runway var haldin í Öskju síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar gafst gestum kostur á að kaupa flíkur úr sumarlínum hönnuðanna ásamt því að skoða Mercedes-Benz bifreiðar.

10% forsölunnar rann til Einstakra barna, sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar.

Sjá myndir hér.

Hönnuðirnir eru Eygló Margrét Lárusdóttir með EYGLO, sigurvegari Reykjavík Runway, Harpa Einarsdóttir með ZISKA, Rosa Winther Denison og Bryndís Þorsteinsdóttir með ROSA-BRYNDIS og Sólveig og Edda Guðmundsdætur með Shadow Creatures.

Reykjavík Runway á Facebook.

Bílaumboðið Askja á Facebook. - Askja var aðalstyrktaraðili keppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.