Innlent

Dregur úr vatnsrennsli í Skaftá

Dregið hefur úr vatnsrennsli í Skaftá frá miðnætti, en laust fyrir miðnætti var það orðið liðlega 400 rúmmetrar á sekúndu. Um fimm leitið í morgun var það komið niður í 370 rúmmetra.

Ekki er enn ljóst hvort þetta er dægursveifla, eða hvort farið er að draga úr hlaupinu,  en heimamenn tala vart um Skaftárhlaup fyrr en rennslið fer yfir þúsund rúmmetra á sekúndu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×