Lífið

Brúðkaup í tveimur heimsálfum

Mynd/AP
Bítillinn Paul McCartney ætlar að tjalda öllu til þegar hann gengur að eiga unnustu sína, Nancy Shevell, síðar á árinu. Parið ætlar að láta gefa sig saman í lítilli athöfn í London að viðstöddum fjölskyldumeðlimum. Því næst heldur parið til New York þar sem þau slá upp stórri brúðkaupsveislu fyrir vini og vandamenn.

„Þetta verður lítil athöfn. Ekki spyrja mig í hverju ég ætla að vera. Ég veit það ekki og hversu uppstrílaður þarf maður eiginlega að vera þegar maður giftir sig fyrir dómara og nánustu fjölskyldu?“ spyr Shevell í samtali við dagblaðið the Daily Telegraph.

Þetta er í þriðja sinn sem McCartney gengur upp að altarinu en tónlistarmaðurinn skellti sér á skeljarnar í vor eftir fjögurra ára samband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.