Innlent

Þakklæti til slökkviliðs og lögreglu efst í huga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar. Mynd/ Vilhelm.
Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar. Mynd/ Vilhelm.
Orsakir eldsins á svæði Hringrásar við Sundahöfn eru ókunnar. Þegar er hafin handa við að rannsaka eldsupptökin. Eldurinn kom upp í dekkjum á Hringrásarsvæðinu á þriðja tímanum í nótt.

„Það er verið að fara yfir öryggismyndavélar," segir Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, í samtali við Vísi. Hann segir að gripið hafi verið til allra mögulega fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir atburð sem þennan og öryggisstöðlum fylgt í þaula. „Þannig að það er virkilega verið að velta fyrir sér hvað virkilega kom fyrir því að þetta skeður ekkert af sjálfu sér," segir Einar

Einar segir að þakklæti í garð slökkviliðs, lögreglu og starfsfólks Hringrásar sé sér efst í huga á þessari stundu. „Ég vil bara þakka slökkviliðinu og lögreglu fyrir skjót og góð viðbrögð og koma því á framfæri að okkur þykir þetta mjög miður gagnvart umhverfi Hringrásar. Við skiljum ekki hvernig svona lagað getur gerst með allar þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem hefur verið gripið til," segir Einar.




Tengdar fréttir

Gríðarmikill eldur í Sundahöfn

Gríðarlega mikill eldur kviknaði í dekkjum á svæði Hringrásar á fjórða tímanum í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út og berst við eldinn. Segjum nánar frá eins skjótt og fréttir berast. Gríðarlega mikill eldur kviknaði í dekkjum á svæði Hringrásar á fjórða tímanum í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út og berst við eldinn. Segjum nánar frá eins skjótt og fréttir berast.

Enn barist við eldinn

"Það er verið að berjast við þetta. Það er allt tiltækt lið á staðnum og jafnframt var aukamannskapur kallaður út. Þeir eru að vinna í þessu,“ segir slökkviliðsmaður sem Vísir talaði við í nótt. Eldur kviknaði á svæði Hringrásar í Sundahöfn um fjögurleytið í nótt.

Eldurinn hefur minnkað

Slökkviliðsmenn virðast hafa náð tökum á eldinum. Hann er miklu minni en hann var fyrr í morgun, segir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins sem stendur vaktina við Hringrás í Sundahöfn.

Aðgerðarstjórn kölluð saman í Samhæfingarmiðstöðina

Aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins var kölluð saman í Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð í morgun vegna eldsins hjá Hringrás í Sundahöfn. Almannavarnaástandi hefur ekki verið lýst yfir en starfsmenn stöðvarinnar eru í viðbragðsstöðu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×