Innlent

Aðgerðarstjórn kölluð saman í Samhæfingarmiðstöðina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gríðarlegan reyk lagði frá Sundahöfninni þegar eldurinn var sem mestur. Reykurinn var þá svartur en hefur hvítnað. Mynd/ vilhelm.
Gríðarlegan reyk lagði frá Sundahöfninni þegar eldurinn var sem mestur. Reykurinn var þá svartur en hefur hvítnað. Mynd/ vilhelm.
Aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins var kölluð saman í Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð í morgun vegna eldsins hjá Hringrás í Sundahöfn. Almannavarnaástandi hefur ekki verið lýst yfir en starfsmenn stöðvarinnar eru í viðbragðsstöðu.

Lögregla segir að Klettagörðum hafi verið lokað og lokað hafi verið við Vatnagarða. Ekki hefur komið til þess að rýma þyrfti íbúðarhús í nágrenninu eins og reyndist nauðsynlegt þegar eldurinn kom upp árið 2004. Hins vegar ráðleggur lögregla íbúum sem finna fyrir reyk að loka fyrir gluggana hjá sér.




Tengdar fréttir

Gríðarmikill eldur í Sundahöfn

Gríðarlega mikill eldur kviknaði í dekkjum á svæði Hringrásar á fjórða tímanum í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út og berst við eldinn. Segjum nánar frá eins skjótt og fréttir berast. Gríðarlega mikill eldur kviknaði í dekkjum á svæði Hringrásar á fjórða tímanum í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út og berst við eldinn. Segjum nánar frá eins skjótt og fréttir berast.

Enn barist við eldinn

"Það er verið að berjast við þetta. Það er allt tiltækt lið á staðnum og jafnframt var aukamannskapur kallaður út. Þeir eru að vinna í þessu,“ segir slökkviliðsmaður sem Vísir talaði við í nótt. Eldur kviknaði á svæði Hringrásar í Sundahöfn um fjögurleytið í nótt.

Þakklæti til slökkviliðs og lögreglu efst í huga

Orsakir eldsins á svæði Hringrásar við Sundahöfn eru ókunnar. Þegar er hafin handa við að rannsaka eldsupptökin. Eldurinn kom upp í dekkjum á Hringrásarsvæðinu á þriðja tímanum í nótt.

Eldurinn hefur minnkað

Slökkviliðsmenn virðast hafa náð tökum á eldinum. Hann er miklu minni en hann var fyrr í morgun, segir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins sem stendur vaktina við Hringrás í Sundahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×