Innlent

Eldurinn hefur minnkað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gríðarlegan reyk leggur frá Sundahöfn. Mynd/ Vilhelm Gunnarsson
Gríðarlegan reyk leggur frá Sundahöfn. Mynd/ Vilhelm Gunnarsson
Slökkviliðsmenn virðast hafa náð tökum á eldinum. Hann er miklu minni en hann var fyrr í morgun, segir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins sem stendur vaktina við Hringrás í Sundahöfn. Þar kviknaði eldur um þrjúleytið í nótt. Eldurinn er á stað þar sem áður kom upp eldur árið 2004.

Slökkviliðsmenn eru komnir með sjódælur og froðu sem þeir nota til að berjast við eldinn. Þó er búist við því að slökkvistarf muni halda áfram eitthvað fram á daginn. Þykkan reykmökk leggur frá brunanum og yfir höfnina.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út um leið og eldurinn kom upp og var aukamannskapur kallaður til.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×