Innlent

Enn barist við eldinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eldurinn er gríðarmikill. Mynd/ Villi.
Eldurinn er gríðarmikill. Mynd/ Villi.
„Það er verið að berjast við þetta. Það er allt tiltækt lið á staðnum og jafnframt var aukamannskapur kallaður út. Þeir eru að vinna í þessu," segir slökkviliðsmaður sem Vísir talaði við í nótt. Eldur kviknaði á svæði Hringrásar í Sundahöfn um þrjúleytið í nótt.

Slökkviliðsmaðurinn segir jafnframt að mikinn reyk leggi frá staðnum. Eldurinn sé í dekkjarhrúgu, á sama stað og eldur kom upp fyrir sjö árum.

Þegar eldurinn kom upp hjá Hringrás árið 2004 þurfti að rýma nærliggjandi hús vegna hættu af eldinum og reyk. Nú eru vindáttir hins vegar hagstæðari.



Mynd/ Villi
Mynd/ Villi
Mynd/ Villi


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×