Innlent

Suðurlandsvegur enn lokaður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þjóðveginum hefur verið lokað.
Þjóðveginum hefur verið lokað. Þórir N.K.
Suðurlandsvegi hefur verið lokað í báðar áttir við Vík og austan við Skálm vegna hlaups í Múlakvísl og mögulegs goss í Kötlu. Engar hjáleiðir eru mögulegar, nema Fjallabaksleið, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli.

Eins og greint var frá í morgun er brúin yfir Múlakvísl farin. Miklir vatnavextir eru í Múlakvísl og Skálm að sögn lögreglunnar. Við segjum nánar frá gangi mála eftir því sem líður á daginn.

Hafi fólk verið á svæðinu og tekið áhugaverðar myndir er unnt að senda þær á frettir@stod2.is





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×