Innlent

Fólk safnast saman í fjöldarhjálpastöðvum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gríðarlegur vatnsflaumurinn reif veginn í sundur. Mynd/ Þórir N. K.
Gríðarlegur vatnsflaumurinn reif veginn í sundur. Mynd/ Þórir N. K.
Þegar eru komnir 30 manns í fjöldahjálpastöðina á Kirkjubæjarklaustri, segir Elín Valdimarsdóttir, einn fulltrúa Rauða krossins þar. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri og í Grunnskólanum í Vík vegna hlaupsins í Múlakvísl og þess goss sem virðist vera hafið í Kötlu.

Guðlaug Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur í Vík og sjálfboðaliði Rauða krossins er stödd í Grunnskólanum í Vík. Hún segir að fólk sé ekki enn komið þangað en þau eigi von á fólki í Víkurskóla. Ekki sé vitað ennþá hve mörgum. „Það er fólk sem er kannski á milli þessara áa sem hlaupin eru í og möglega fólk á Hótel Höfðabrekku,“ segir Guðlaug.

Guðlaug segir aðallega um að ræða ferðamenn sem muni koma í fjöldahjálparstöðvarnar fyrst um sinn.

Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem Þórir Kjartansson tók fór vegurinn í sundur vegna hlaupsins í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×