Innlent

Mjólk hækkar um mánaðarmótin - smjör hækkar meira

Mynd úr safni
Heildsöluverð á mjólk hækkar um 4,25% þann 1. júlí.

Þetta er gert samkvæmt ákvörðun verðlagsnefnd búvara, en þær mjólkurafurðir sem nefndin verðleggur munu hækka um sömu prósentutölu.

Smjör hækkar þó meira, um 6,7%, og mjólkurduft til iðnaðar um 6%.

Frá sama tíma hækkar afurðastöðvar verð til bænda um 3,25 krónur á mjólkurlítra, eða um 4,4%. Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um liðlega 4,1%.

Ástæður verðhækkananna eru launabreytingar og hækkanir á aðföngum við búrekstur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.