Innlent

Dómur í Exeter málinu í dag

Frá aðalmeðferð málsins
Frá aðalmeðferð málsins
Dómur verður kveðinn upp í Exeter málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu í dag, samkvæmt dagskrá á vef dómsins.

Málið snýst um 1100 milljóna króna lán sem Byr veitti Exeter Holding á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði.

Fyrrum stjórnarmaður, sparisjóðsstjóri og forstjóri MP banka eru ákærðir fyrir umboðsvik í málinu en þeir neituðu allir sök við þingfestingu málsins og í aðalmeðferð þess.

Exeter málið er fyrsta mál sérstaks saksóknara sem hefur verið ákært í.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×