Skylda að skila öllu klinkinu 31. maí 2011 19:31 Samkvæmt reglum um gjaldeyrismál ber okkur skylda til að skila öllum ferðagjaldeyri innan tveggja vikna, þar með talið erlendri smámynt. Vandamálið er hins vegar að íslensk fjármálafyrirtæki taka ekki við erlendu klinki. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir gjaldeyrishöftin nú þegar farin að hafa mjög neikvæð áhrif á uppbyggingu atvinnulífs í landinu. „Þetta er eitthvað sem að kannski fer ekki nægilega hátt eða gerist í raun og veru hljóðlega." „Í því felst verulegur skaði fyrir alla sem hér búa, sem dæmi má nefna það að undanþáguákvæði haftanna þau fela í sér beina hvata fyrir íslensk fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi að hliðra ákveðnum stórum hluta starfsemi sinnar utan landsteinanna sem er þveröfugt við það sem við viljum," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastóri Viðskiptaráðs. Hann segir önnur atriði gjaldeyrishaftanna hins vegar vera háværari í umræðunni. Til dæmis reglur um ferðamannagjaldeyri. Heimilt er að taka út allt að 350 þúsund krónur í ferðagjaldeyri á mánuði, gegn framvísun flugmiða. Í reglunum kveður einnig á um skilaskyldu gjaldeyris, það er að öllum erlendum gjaldeyri skal skilað til fjármálafyrirtækis innan tveggja vikna frá því hann komst eða gat komist í umráð eiganda. Þannig að þegar við komum frá útlöndum með nokkrar evrur eða dollara í vasanum bera okkur að skila þeim gjaldeyri aftur til bankans. Þetta gildir líka um klinkið sem við komum með heim, vandamálið er hins vegar að bankar taka ekki við klinkinu. „Þú þarft með einhverjum hætti að koma þeim frá þér til að brjóta ekki lögin þú þarft þá að gefa einhverjum þau annað hvort fjármálastofnuninni eða kannski betra að gefa þetta í Vildarbörn sem gætu örugglega notað eitthvað af þessu," segir Finnur. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Samkvæmt reglum um gjaldeyrismál ber okkur skylda til að skila öllum ferðagjaldeyri innan tveggja vikna, þar með talið erlendri smámynt. Vandamálið er hins vegar að íslensk fjármálafyrirtæki taka ekki við erlendu klinki. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir gjaldeyrishöftin nú þegar farin að hafa mjög neikvæð áhrif á uppbyggingu atvinnulífs í landinu. „Þetta er eitthvað sem að kannski fer ekki nægilega hátt eða gerist í raun og veru hljóðlega." „Í því felst verulegur skaði fyrir alla sem hér búa, sem dæmi má nefna það að undanþáguákvæði haftanna þau fela í sér beina hvata fyrir íslensk fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi að hliðra ákveðnum stórum hluta starfsemi sinnar utan landsteinanna sem er þveröfugt við það sem við viljum," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastóri Viðskiptaráðs. Hann segir önnur atriði gjaldeyrishaftanna hins vegar vera háværari í umræðunni. Til dæmis reglur um ferðamannagjaldeyri. Heimilt er að taka út allt að 350 þúsund krónur í ferðagjaldeyri á mánuði, gegn framvísun flugmiða. Í reglunum kveður einnig á um skilaskyldu gjaldeyris, það er að öllum erlendum gjaldeyri skal skilað til fjármálafyrirtækis innan tveggja vikna frá því hann komst eða gat komist í umráð eiganda. Þannig að þegar við komum frá útlöndum með nokkrar evrur eða dollara í vasanum bera okkur að skila þeim gjaldeyri aftur til bankans. Þetta gildir líka um klinkið sem við komum með heim, vandamálið er hins vegar að bankar taka ekki við klinkinu. „Þú þarft með einhverjum hætti að koma þeim frá þér til að brjóta ekki lögin þú þarft þá að gefa einhverjum þau annað hvort fjármálastofnuninni eða kannski betra að gefa þetta í Vildarbörn sem gætu örugglega notað eitthvað af þessu," segir Finnur.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira