Innlent

Sérstakt teymi miðlar upplýsingum til erlendra fjölmiðla

Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Íslandsstofu, rekur Hálendismiðstöðina við Hrauneyjar og Hótel Rangá. Einungis 18 klukkutímum eftir að gosið hófst höfðu 50 ferðamenn afbókað gistingu hjá honum.

„Vonin er sú að það verði ekkert yfirgert í þessum máli í fréttum erlendis þannig að ef þetta gengur yfir fljótt að þá fái við túristina sem ætluðu að koma til okkar hvors sem er," segir Friðrik.

Íslandsstofa hefur falið sérstöku viðbragsteymi það verkefni að koma réttum upplýsingum á framfæri í erlendum fjölmiðlum. „Eins og staðan hefur verið í morgun eru fyrstu fréttir ekki góðar. Þá er bara að vona að þetta verði ekki langvinnt og að við náum að halda sjó," segir Friðrik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×