Innlent

Iceland Express seinkar flugferðum

Eldgosið í Grímsvötnum. Mynd úr safni.
Eldgosið í Grímsvötnum. Mynd úr safni.
Vélum Iceland Express til Kaupmannahafnar og London, sem fara áttu í morgun hefur verið seinkað vegna eldgossins í Grímsvötnum.

Vél félagsins til London fer klukkan 15:20 frá Keflavík og vélin til Kaupmannahafnar klukkan 15:30.

Þá er vél félagsins frá New York væntanleg til Keflavíkur um klukkan 14:00.

Eins og kunnugt er varð að fresta öllu flugi um Keflavíkurflugvöll, þar til í gærkvöld vegna eldgossins.

Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með á heimasíðu félagsins icelandexpress.is og á netinu, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.