Lífið

Fastur í fljótabát og aðeins fimm dagar eftir

Nú er aldeilis farið að síga á seinni hluta ferðalags Sighvats Bjarnasonar umhverfis jörðina á 80 dögum. Hann er búinn að vera 75 daga á leiðinni og þarf að hafa sig allan við til að ná niður til Ríó og fljúga heim til Íslands.

Nýjasta myndbandið frá Sighvati birtist á Vísi í dag. Þar er hann staddur á fljótabát á Amazon-fljótinu og siglir í átt til sjávar. Vandamálið er að báturinn fer svo svakalega hægt yfir að Sighvatur er tæpur á að ná umhverfis jörðina á 80 dögum.

Sighvatur er samt brattur enda fer vel um hann og samferðafólkið á fljótabátnum þar sem flestir hanga í hengirúmum alla dagana.

Næsta myndband sem Sighvatur sendir verður væntanlega hans síðasta. Hann stefnir á að senda það frá Ríó og nú vonum við að ferðin gangi vel þannig að 80 daga markmiðið náist.

Sighvatur fer í ferðina til styrktar langveikum börnum. Nánari upplýsingar er að finna á umhyggja.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×