Lífið

Lykill að sjálfstrausti kvenna

MYND/Cover Media
Söng- og leikkonan Jennifer Lopez, 41 árs, tveggja barna móðir, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hlutverk sitt sem dómari í American Idol þar sem hún fer á kostum og ekki skemmir útlitið og klæðaburðurinn fyrir. Jennifer veit hver lykillinn er að sjálfstrausti og þessari fallegu útgeislun sem einkennir hana.

„Ég veit hvað það er erfitt fyrir konur að vera fullkomlega sáttar við sig. Við þurfum að senda út þau skilaboð að hver einasta kona á að meta sig að eigin verðleikum nákvæmlega eins og hún er og minna sig á sína ytri og innri fegurð. Burt með neikvæðni og óöryggi. Ég held að með því að breyta hugarfarinu og sættast við alla gallana, elska þá og upphefja þá geta konur stjórnað því hvernig þeim líður. Þegar þú hugsar „ég er æðisleg, framúrskarandi og engin kona í heiminum er eins og ég" finnur þú lykilinn að sjálfstraustinu sem þú leitaðir alltaf að," sagði Jennifer.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Jennifer fyrir utan veitingahús í Los Angeles þar sem hún hitti vinnufélagana Steven Tyler, Randy Jackson og Ryan Seacrest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.