Innlent

Hátt í 10 þúsund hafa greitt atkvæði

9803 hafa greitt atkvæði utankjörfundar í Icesavekosningunum á landinu öllu. Samkvæmt upplýsingum frá Laugardalshöll þar sem atkvæðagreiðslan fer fram nú rétt fyrir fréttir voru 964 búnir að kjósa í dag. Alls hafa 6105 greitt atkvæði í Reykjavík sem er mun meira en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um fyrri samning. Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar frá klukkan 10 til 22 fram á laugardag, en þá verður opið til klukkan 17. Kjörstöðum lokar hinsvegar klukkan 22 á laugardagskvöld og er von á fyrstu tölum upp úr klukkan 23.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×