Gætu beitt sér gegn Íslandi innan EES 7. apríl 2011 18:36 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, telur að Bretar og Hollendingar muni beita sér gegn Íslandi innan Evrópska efnahagssvæðisins verði Icesave samningarnir felldir í Þjóðaratkvæðagreiðslu. Forystumenn stjórnmálaflokkanna ræddu Icesave málið á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu þjóðarinnar til málsins ef má marka tvær nýlegar kannanir. Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 ætla tæplega 57% þjóðarinnar að segja nei og í könnun sem Fréttablaðið birti í dag kemur fram að 55 prósent ætla að segja nei. „En skuldin hverfur ekki á morgun ef að nei-ið verður ofaná. við munum þá þurfa að borgar skuldir óreiðumanna í öðru. Í hærri sköttum, í minni hagvexti, kannski í meiri niðurskurði í útgjöldum, minni fjárfestingum og lánshæfismat mun lækka þannig munum við þurfa að borga skuldir óreiðumannanna," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar koma hér og segja að önnur leið muni leiða til hærri skatta þegar það liggur fyrir að við erum að taka á okkur tugi milljarða króna skuldbindingu í það minnsta," segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, útilokar ekki að Bretar og Hollendingar beiti sér gegn Íslandi innan EES felli þjóðin samningana á laugardag. „Það gætu verið úrræði sem tengjast EES samninginum það að taka úr gildi heimildir sem við höfum á grundvelli EES samningsins að knýja fram stuðning við efndir af okkar hálfu með því að fá aðra aðila EES samningsins í lið með sér. Það er ekki hægt að úttala sig um það hvernig það verður gert en reynslan sýnir að þjóðir almennt ætlast til þess að menn uppfylla skyldur sínar," segir Bjarni. Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru almennt andvígir Icesave samningunum þrátt fyrir að ellefu þingmenn flokksins hafi stutt málið á Alþingi. Bjarni telur að það endurspegli fyrst og fremst óánægju með ríkisstjórnina. „Eina svarið sem ábyrg ríkisstórn hefur í þeirri stöðu til þess að tryggja að á laugardaginn verði kosið um samningana en ekki líf ríkisstjórnarinnar er fyrir hana að gera sem allir eru að kalla eftir að hún boði til kosninga," segir Bjarni. Icesave Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, telur að Bretar og Hollendingar muni beita sér gegn Íslandi innan Evrópska efnahagssvæðisins verði Icesave samningarnir felldir í Þjóðaratkvæðagreiðslu. Forystumenn stjórnmálaflokkanna ræddu Icesave málið á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu þjóðarinnar til málsins ef má marka tvær nýlegar kannanir. Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 ætla tæplega 57% þjóðarinnar að segja nei og í könnun sem Fréttablaðið birti í dag kemur fram að 55 prósent ætla að segja nei. „En skuldin hverfur ekki á morgun ef að nei-ið verður ofaná. við munum þá þurfa að borgar skuldir óreiðumanna í öðru. Í hærri sköttum, í minni hagvexti, kannski í meiri niðurskurði í útgjöldum, minni fjárfestingum og lánshæfismat mun lækka þannig munum við þurfa að borga skuldir óreiðumannanna," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar koma hér og segja að önnur leið muni leiða til hærri skatta þegar það liggur fyrir að við erum að taka á okkur tugi milljarða króna skuldbindingu í það minnsta," segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, útilokar ekki að Bretar og Hollendingar beiti sér gegn Íslandi innan EES felli þjóðin samningana á laugardag. „Það gætu verið úrræði sem tengjast EES samninginum það að taka úr gildi heimildir sem við höfum á grundvelli EES samningsins að knýja fram stuðning við efndir af okkar hálfu með því að fá aðra aðila EES samningsins í lið með sér. Það er ekki hægt að úttala sig um það hvernig það verður gert en reynslan sýnir að þjóðir almennt ætlast til þess að menn uppfylla skyldur sínar," segir Bjarni. Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru almennt andvígir Icesave samningunum þrátt fyrir að ellefu þingmenn flokksins hafi stutt málið á Alþingi. Bjarni telur að það endurspegli fyrst og fremst óánægju með ríkisstjórnina. „Eina svarið sem ábyrg ríkisstórn hefur í þeirri stöðu til þess að tryggja að á laugardaginn verði kosið um samningana en ekki líf ríkisstjórnarinnar er fyrir hana að gera sem allir eru að kalla eftir að hún boði til kosninga," segir Bjarni.
Icesave Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira