Lífið

Fáðu nýtt lag Ragnheiðar frítt - Tónleikar fyrir útvalda í kvöld

Nýja lagið með Ragnheiði lofar góðu fyrir plötuna.
Nýja lagið með Ragnheiði lofar góðu fyrir plötuna.
Söngkonan Ragnheiður Gröndal undirbýr um þessar mundir útgáfu næstu breiðskífu sinnar og heldur af því tilefni tónleika í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í kvöld. Aðdáendur söngkonunnar geta náð sér í fyrstu smáskífuna af plötunni á Tónlist.is en hún fæst þar ókeypis í takmarkaðan tíma.

Það er langt síðan Ragnheiður hefur haldið tónleika hér heima en hún hefur undanfarin misseri verið búsett í Berlín í Þýskalandi. Nú er hún aftur á móti flutt heim og verður meira áberandi á næstunni. Á morgun eru til að mynda tónleikar með henni í Þorlákshöfn.

Ragnheiður vinnur um þessar mundir að nýrri breiðskífu sem áætlað er að komi út í maí. Verða tónleikarnir notaðir til þess að leyfa fólki að heyra nýtt efni og sjá viðbrögðin við því. Ragnheiður syngur og spilar á píanó, Guðmundur Pétursson á gítar, Róbert Þórhallsson á bassa og Birgir Baldursson á trommur.

Nýja smáskífan sem er ókeypis á Tónlist.is ber heitið Wise Man Song en í því lagi nýtur Ragnheiður aðstoðar söngkvennanna Ragnhildar Gísladóttur og Sigríðar Thorlacius.

Aðeins 100 sæti eru í boði á tónleikana í kvöld svo hljómburður og töfrandi andrúmsloft Þjóðmenningarhússins njóti sín til fulls. Miðaverð er 2500 krónur en miðasala er bæði á midi.is og við innganginn. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 en húsið opnar hálftíma fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.