Dauðsföllum fækkað um 80% Karen D. Kjartansdóttir skrifar 24. mars 2011 19:16 Dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma á Íslandi hefur fækkað um áttatíu prósent undanfarna áratugi hjá fólki 75 ára og yngri. Árangurinn þykir gríðarlega góður. Prófessor í hjartalækningum segir þó að blikur séu á lofti. Ný rannsókn Hjartaverndar sýnir að dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi lækkaði um 80 prósent á 25 árum. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, er einn þeirra sem stóð að rannsókninni. Hann segir að dánartíðni kransæðasjúkdóma hafi lækkað um 80 prósent meðal karla og kvenna á aldursbilinu 25-74 ára. „Við höfum séð að ef við hefðum sömu áhættuþætti hjá þjóðinni og voru fyrir 25 árum myndi nánast muna um eitt dauðsfall á dag. Þá myndu sem sagt 300 fleiri manneskjur deyja árlega en nú," segir Karl. Hann segir að stærstan hluta af þessum góða árangri megi þakka því hve dregið hefur úr áhættuþáttum. Mataræði þjóðarinnar hafi til dæmis batnað, dregið hafi úr reykingum og færri glími við háan blóðþrýsting sem meðal annars er rakið til þess að dregið hefur úr saltneyslu. „Langmestur ávinningur næst af því að fyrirbyggja að fólk veikist heldur en að meðhöndla það eftir að það er orðið veikt," segir hann. En á sama tíma og þessi góði árangur hefur náðst hefur sykursýki og offita orðið algengari og aukið dánartíðni. „Það eru þættir sem vinna í öfuga átt og draga úr árangrinum en það er einkum vaxandi tíðni sykursýki og vaxandi offita sem þar um ræðir," segir Karl. „Allir þessir áhættuþætti eru meira eru tengdir lífstíl. Með því að bæta lífstíl getum við í raun komið í veg fyrir stóran hluta hjarta- og æðasjúkdóma. En til þess þurfum við hjálp stjórnvalda við að skapa gott umhverfi," segir Karl. Hann segir að stjórnvöld geti stuðlað að því að draga enn frekar úr dauðsföllum með lagasetningum sem stuðla að betri lífsstíl á borð við reykingarbönnum og banni á trans-fitusýrum, eins og nýlega var gert. Hann segir að aukin offita meðal ungmenna valdi áhyggjum og við henni þurfi að sporna. „Offita barna er vandamál. En það stafar af mataræði og hreyfingarleysi. Það er vissulega áhyggjuefni að börn hreyfa sig minna og borða ekki eins og heilsusamlegan mat og þau ættu að gera og það verður að reyna sporna við því," segir Karl. Nánar má lesa um málið á síðu Hjartaverndar. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma á Íslandi hefur fækkað um áttatíu prósent undanfarna áratugi hjá fólki 75 ára og yngri. Árangurinn þykir gríðarlega góður. Prófessor í hjartalækningum segir þó að blikur séu á lofti. Ný rannsókn Hjartaverndar sýnir að dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi lækkaði um 80 prósent á 25 árum. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, er einn þeirra sem stóð að rannsókninni. Hann segir að dánartíðni kransæðasjúkdóma hafi lækkað um 80 prósent meðal karla og kvenna á aldursbilinu 25-74 ára. „Við höfum séð að ef við hefðum sömu áhættuþætti hjá þjóðinni og voru fyrir 25 árum myndi nánast muna um eitt dauðsfall á dag. Þá myndu sem sagt 300 fleiri manneskjur deyja árlega en nú," segir Karl. Hann segir að stærstan hluta af þessum góða árangri megi þakka því hve dregið hefur úr áhættuþáttum. Mataræði þjóðarinnar hafi til dæmis batnað, dregið hafi úr reykingum og færri glími við háan blóðþrýsting sem meðal annars er rakið til þess að dregið hefur úr saltneyslu. „Langmestur ávinningur næst af því að fyrirbyggja að fólk veikist heldur en að meðhöndla það eftir að það er orðið veikt," segir hann. En á sama tíma og þessi góði árangur hefur náðst hefur sykursýki og offita orðið algengari og aukið dánartíðni. „Það eru þættir sem vinna í öfuga átt og draga úr árangrinum en það er einkum vaxandi tíðni sykursýki og vaxandi offita sem þar um ræðir," segir Karl. „Allir þessir áhættuþætti eru meira eru tengdir lífstíl. Með því að bæta lífstíl getum við í raun komið í veg fyrir stóran hluta hjarta- og æðasjúkdóma. En til þess þurfum við hjálp stjórnvalda við að skapa gott umhverfi," segir Karl. Hann segir að stjórnvöld geti stuðlað að því að draga enn frekar úr dauðsföllum með lagasetningum sem stuðla að betri lífsstíl á borð við reykingarbönnum og banni á trans-fitusýrum, eins og nýlega var gert. Hann segir að aukin offita meðal ungmenna valdi áhyggjum og við henni þurfi að sporna. „Offita barna er vandamál. En það stafar af mataræði og hreyfingarleysi. Það er vissulega áhyggjuefni að börn hreyfa sig minna og borða ekki eins og heilsusamlegan mat og þau ættu að gera og það verður að reyna sporna við því," segir Karl. Nánar má lesa um málið á síðu Hjartaverndar.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira