Áreitt kynferðislega í EVE Online - kynjamismunum í tölvuleikjum Erla Hlynsdóttir skrifar 16. mars 2011 13:28 Persóna Önnu Bragadóttur í EVE Online Konur verða fyrir kynferðislegri áreitni í sýndarveruleika ekki síður en í raunveruleikanum. Kynjamismunun er staðreynd í tölvuleiknum EVE Online. Þetta er megin niðurstaða Önnu Bragadóttur sem rannsakaði samskipti kynjanna í sýndarveruleika, sérstaklega í tölvuleiknum EVE Online. Rannsóknina vann hún fyrir lokaritgerð sína við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og spilaði hún leikinn mánuðum saman til að öðlast betri skilning á verkefni sínu. „Kvenmenn geta orðið fyrir kynferðisáreitni og þurfa að gæta vel að því hvað þær segja og hvernig það er sagt svo það valdi ekki misskilningi. Þær þurfa að setja skýr mörk," segir Anna sem sjálf varð fyrir ofsóknum karlkyns spilara á meðan á rannsókninni stóð.Var sjálf ofsótt af leikfélaga Hún segir að sama fólkið spili oft saman í leiknum, og hún hafi gjarnan spilað með ákveðnum manni sem byrjaði að daðra við hana. „Ég sá þá að hann var ekki með skýr mörk á því hvar leikurinn endar og hvar raunveruleikinn tekur við," segir Anna. Í framhaldinu fór hann að sýna yfirgang og reyndi að einangra hana frá samskiptum við aðra spilara í leiknum. Á endanum tók hann því mjög illa þegar hún sagðist ekki vilja spila meira með honum. „Hann sendi mér stöðuga tölvupósta og ég endaði á því að þurfa að „blocka" hann á öllum samskiptamátum," segir Anna og vísar þar til annars konar tölvusamskipta, svo sem Facebook. Henni hefur tekist að loka alveg á viðkomandi mann, sem er ekki Íslendingur, og hefur hann engin tök á því nú að hafa samband við Önnu.Myndbrot úr leiknum EVE OnlineÓskýr mörk milli leiksins og raunveruleika Hún segir að það sem kom henni mest á óvart við rannsóknina er hversu óljós mörk milli sýndarveruleika og raunveruleika eru hjá ákveðnum spilurum „Það er eins og þeir átti sig ekki hvar leikurinn endar og raunveruleikinn tekur við," segir hún.Konur sem stöðutákn Upplifun hennar af kynjamismunun í leiknum var bæði jákvæð og neikvæð. Hvað jákvæðu hliðina varðar fannst henni mjög merkilegt að komast að því að konur væru álitnar ákveðið stöðutákn innan fyrirtækja í leiknum. „Leikmenn eru ákafir í að láta aðra vita að það sé kvenmaður í þeirra fyrirtæki og ég var til dæmis beðin um að ráða inn aðra leikmenn með því að nota þá staðreynd að ég væri kvenkyns," segir hún.Konur ekki teknar alvarlega Hins vegar fannst henni hún ekki vera tekin nógu alvarlega sem spilari einmitt af því hún er kona. „Það var mín upplifun að yfirmenn fyrirtækisins væru með mig vafða inn í bómull og ég væri ekki fullgildur spilari, það er þeir taka ekki mark á getu og kvenmenn þurfa að sanna sig stöðugt en eru sjaldan teknar sem fullgildir alvöru spilarar," segir hún.Áreitnin tilkynnt Anna segir að þeir sem verða fyrir áreitni í leiknum geti farið inn á notendasíðuna sína og tilkynnt málið til CCP sem er framleiðandi leiksins. Hún segist eftir sem áður hafa gaman að EVE Online en þar sem hún er nú nýútskrifuð einbeitir sér hún þessa dagana að atvinnuleit frekar en tölvuleikjum. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Konur verða fyrir kynferðislegri áreitni í sýndarveruleika ekki síður en í raunveruleikanum. Kynjamismunun er staðreynd í tölvuleiknum EVE Online. Þetta er megin niðurstaða Önnu Bragadóttur sem rannsakaði samskipti kynjanna í sýndarveruleika, sérstaklega í tölvuleiknum EVE Online. Rannsóknina vann hún fyrir lokaritgerð sína við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og spilaði hún leikinn mánuðum saman til að öðlast betri skilning á verkefni sínu. „Kvenmenn geta orðið fyrir kynferðisáreitni og þurfa að gæta vel að því hvað þær segja og hvernig það er sagt svo það valdi ekki misskilningi. Þær þurfa að setja skýr mörk," segir Anna sem sjálf varð fyrir ofsóknum karlkyns spilara á meðan á rannsókninni stóð.Var sjálf ofsótt af leikfélaga Hún segir að sama fólkið spili oft saman í leiknum, og hún hafi gjarnan spilað með ákveðnum manni sem byrjaði að daðra við hana. „Ég sá þá að hann var ekki með skýr mörk á því hvar leikurinn endar og hvar raunveruleikinn tekur við," segir Anna. Í framhaldinu fór hann að sýna yfirgang og reyndi að einangra hana frá samskiptum við aðra spilara í leiknum. Á endanum tók hann því mjög illa þegar hún sagðist ekki vilja spila meira með honum. „Hann sendi mér stöðuga tölvupósta og ég endaði á því að þurfa að „blocka" hann á öllum samskiptamátum," segir Anna og vísar þar til annars konar tölvusamskipta, svo sem Facebook. Henni hefur tekist að loka alveg á viðkomandi mann, sem er ekki Íslendingur, og hefur hann engin tök á því nú að hafa samband við Önnu.Myndbrot úr leiknum EVE OnlineÓskýr mörk milli leiksins og raunveruleika Hún segir að það sem kom henni mest á óvart við rannsóknina er hversu óljós mörk milli sýndarveruleika og raunveruleika eru hjá ákveðnum spilurum „Það er eins og þeir átti sig ekki hvar leikurinn endar og raunveruleikinn tekur við," segir hún.Konur sem stöðutákn Upplifun hennar af kynjamismunun í leiknum var bæði jákvæð og neikvæð. Hvað jákvæðu hliðina varðar fannst henni mjög merkilegt að komast að því að konur væru álitnar ákveðið stöðutákn innan fyrirtækja í leiknum. „Leikmenn eru ákafir í að láta aðra vita að það sé kvenmaður í þeirra fyrirtæki og ég var til dæmis beðin um að ráða inn aðra leikmenn með því að nota þá staðreynd að ég væri kvenkyns," segir hún.Konur ekki teknar alvarlega Hins vegar fannst henni hún ekki vera tekin nógu alvarlega sem spilari einmitt af því hún er kona. „Það var mín upplifun að yfirmenn fyrirtækisins væru með mig vafða inn í bómull og ég væri ekki fullgildur spilari, það er þeir taka ekki mark á getu og kvenmenn þurfa að sanna sig stöðugt en eru sjaldan teknar sem fullgildir alvöru spilarar," segir hún.Áreitnin tilkynnt Anna segir að þeir sem verða fyrir áreitni í leiknum geti farið inn á notendasíðuna sína og tilkynnt málið til CCP sem er framleiðandi leiksins. Hún segist eftir sem áður hafa gaman að EVE Online en þar sem hún er nú nýútskrifuð einbeitir sér hún þessa dagana að atvinnuleit frekar en tölvuleikjum.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira