Sigurjón segist hafa rætt erfiðleika bankans á fundi með Baldri 4. mars 2011 12:38 Sigurjón Árnason. Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, staðfestir að hafa rætt um erfiðleika bankans á fundi um miðjan ágúst 2008, þar sem meðal annarra var staddur Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Fyrir dómi nú skömmu fyrir hádegið bar Sigurjón að breska fjármálaeftirlitið hefði sýnt mikinn yfirgang í samningaviðræðum við Landsbankann um innistæðutryggingar vegna Icesave-reikninganna. Hann man þó ekki nákvæmlega hvenær bankinn gekk að kröfum breska fjármálaeftirlitsins og samþykkti fimm milljarða króna hámark á innistæðum Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi. Spurður hvort bankinn hafi samþykkt þessa kröfu 20. ágúst 2008 sagði Sigurjón: „Ég man það ekki. Það getur vel verið. Það er alveg líklegt að við höfum samþykkt það. Ég bara man það ekki." Sigurjón var síðasta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli Baldur Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, fór fram. Þann 13. ágúst sat Sigurjón fund ásamt Halldóri J. Kristjánssyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, Jónínu S. Lárusdóttur, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu og Baldri Guðlaugssyni. Fundurinn var haldinn af því tilefni að íslenskir embættismenn voru að fara á fund breskra ráðamanna til að ræða málefni íslensku bankanna. Þar kom fram að breska fjármálaeftirlitið gerði auknar kröfur á Landsbankann varðandi tryggingu innistæðna og því mátti öllum fundarmönnum vera ljóst, þar á meðal Baldri, að bankinn var í vandræðum. Sigurjón bar fyrir dómi að Landsbankinn hafi náð sátt við breska fjármálaeftirlitið um meðferð innistæðna á reikningunum vorið 2008. Um sumarið hafi síðan skyndilega komið annað hljóð í strokkinn hjá eftirlitinu og þar gerðar auknar kröfur á bankann. Sigurjón sagðist hafa upplifað Landsbankann í erfiðum samningaviðræðunum við breska fjármálaeftirlitið eftir það þar sem fyrsta krafan var að ríkisábyrgð yrði sett á innistæðurnar. „Þeir voru mjög ósveigjanlegir. Þetta var komið á pólitískt level," sagði Sigurjón. Spurður hvort hann hefði lýst vanda Landsbankans sérstaklega fyrir Baldri þetta haust, sagði Sigurjón. „Ég þekki manninn ekki neitt. Ég hef bara hitt hann á svona fundum við og við," sagði hann. Eitt vitni á eftir að koma fyrir dóm, Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.. Málflutningur í málinu fer fram í þarnæstu viku, en ráðgert er að Halldór beri vitni sama dag. Hann er búsettur erlendis. Tengdar fréttir Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram. 4. mars 2011 09:44 Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag. 2. mars 2011 14:30 Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Regluverði Landsbankans haldið utan við raunverulegan gang mála Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, fékk ófullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi sínu sem skyldi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Meðal þess sem starf Þórðar fólst í var að fylgja reglum bankans um innherjaviðskipti. Hann var einn þeirra sem tilkynnti um hugsanlegar verðmyndandi upplýsingar til Kauphallar. 4. mars 2011 11:03 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. 4. mars 2011 10:26 Fáir vissu af tilraunum til að koma Icesave í dótturfélag Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbankans, segir að afar fáir starfsmann bankans hafi vitað um viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins vegna yfirfærslu innstæðna á Icesave-reikningum í Bretlandi í dótturfélag. 4. mars 2011 11:35 Lykilfólk í hruninu ber vitni í Baldursmálinu Ráðgert er að sjö manns beri vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem fram fer aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. 2. mars 2011 10:23 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, staðfestir að hafa rætt um erfiðleika bankans á fundi um miðjan ágúst 2008, þar sem meðal annarra var staddur Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Fyrir dómi nú skömmu fyrir hádegið bar Sigurjón að breska fjármálaeftirlitið hefði sýnt mikinn yfirgang í samningaviðræðum við Landsbankann um innistæðutryggingar vegna Icesave-reikninganna. Hann man þó ekki nákvæmlega hvenær bankinn gekk að kröfum breska fjármálaeftirlitsins og samþykkti fimm milljarða króna hámark á innistæðum Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi. Spurður hvort bankinn hafi samþykkt þessa kröfu 20. ágúst 2008 sagði Sigurjón: „Ég man það ekki. Það getur vel verið. Það er alveg líklegt að við höfum samþykkt það. Ég bara man það ekki." Sigurjón var síðasta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli Baldur Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, fór fram. Þann 13. ágúst sat Sigurjón fund ásamt Halldóri J. Kristjánssyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, Jónínu S. Lárusdóttur, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu og Baldri Guðlaugssyni. Fundurinn var haldinn af því tilefni að íslenskir embættismenn voru að fara á fund breskra ráðamanna til að ræða málefni íslensku bankanna. Þar kom fram að breska fjármálaeftirlitið gerði auknar kröfur á Landsbankann varðandi tryggingu innistæðna og því mátti öllum fundarmönnum vera ljóst, þar á meðal Baldri, að bankinn var í vandræðum. Sigurjón bar fyrir dómi að Landsbankinn hafi náð sátt við breska fjármálaeftirlitið um meðferð innistæðna á reikningunum vorið 2008. Um sumarið hafi síðan skyndilega komið annað hljóð í strokkinn hjá eftirlitinu og þar gerðar auknar kröfur á bankann. Sigurjón sagðist hafa upplifað Landsbankann í erfiðum samningaviðræðunum við breska fjármálaeftirlitið eftir það þar sem fyrsta krafan var að ríkisábyrgð yrði sett á innistæðurnar. „Þeir voru mjög ósveigjanlegir. Þetta var komið á pólitískt level," sagði Sigurjón. Spurður hvort hann hefði lýst vanda Landsbankans sérstaklega fyrir Baldri þetta haust, sagði Sigurjón. „Ég þekki manninn ekki neitt. Ég hef bara hitt hann á svona fundum við og við," sagði hann. Eitt vitni á eftir að koma fyrir dóm, Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.. Málflutningur í málinu fer fram í þarnæstu viku, en ráðgert er að Halldór beri vitni sama dag. Hann er búsettur erlendis.
Tengdar fréttir Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram. 4. mars 2011 09:44 Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag. 2. mars 2011 14:30 Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Regluverði Landsbankans haldið utan við raunverulegan gang mála Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, fékk ófullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi sínu sem skyldi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Meðal þess sem starf Þórðar fólst í var að fylgja reglum bankans um innherjaviðskipti. Hann var einn þeirra sem tilkynnti um hugsanlegar verðmyndandi upplýsingar til Kauphallar. 4. mars 2011 11:03 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. 4. mars 2011 10:26 Fáir vissu af tilraunum til að koma Icesave í dótturfélag Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbankans, segir að afar fáir starfsmann bankans hafi vitað um viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins vegna yfirfærslu innstæðna á Icesave-reikningum í Bretlandi í dótturfélag. 4. mars 2011 11:35 Lykilfólk í hruninu ber vitni í Baldursmálinu Ráðgert er að sjö manns beri vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem fram fer aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. 2. mars 2011 10:23 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram. 4. mars 2011 09:44
Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35
Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag. 2. mars 2011 14:30
Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20
Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57
Regluverði Landsbankans haldið utan við raunverulegan gang mála Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, fékk ófullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi sínu sem skyldi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Meðal þess sem starf Þórðar fólst í var að fylgja reglum bankans um innherjaviðskipti. Hann var einn þeirra sem tilkynnti um hugsanlegar verðmyndandi upplýsingar til Kauphallar. 4. mars 2011 11:03
Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51
Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. 4. mars 2011 10:26
Fáir vissu af tilraunum til að koma Icesave í dótturfélag Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbankans, segir að afar fáir starfsmann bankans hafi vitað um viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins vegna yfirfærslu innstæðna á Icesave-reikningum í Bretlandi í dótturfélag. 4. mars 2011 11:35
Lykilfólk í hruninu ber vitni í Baldursmálinu Ráðgert er að sjö manns beri vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem fram fer aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. 2. mars 2011 10:23