Fáir vissu af tilraunum til að koma Icesave í dótturfélag 4. mars 2011 11:35 Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbankans, segir að afar fáir starfsmann bankans hafi vitað um viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins vegna yfirfærslu innæstæðna á Icesave-reikningum í Bretlandi í dótturfélag. „Þetta voru taldar miklar trúnaðarupplýsingar fyrir bankann," sagði Gunnar Viðar þegar hann bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar fer nú fram aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, sem ákærður er fyrir innherjasvik. Hluti ástæðunnar fyrir því að þessum upplýsingum hvar haldið í þröngum hópi var ótti um að áhlaup yrði gert á bankann ef þetta myndi spyrjast úr. Regluvörður Landsbankans, Þórður Örlygsson, bar vitni á undan Gunnari Viðari. Þar sagðist hann ekki hafa verið nægjanlega upplýstur um stöðu mála til að sinna starfi sínu sem meðal annars fólst í að tilkynna um innherja til Kauphallar. Saksóknari spurði Gunnar Viðar hvort regluvörður hafi haft nægjanlegar upplýsingar. „Nú hreinlega veit ég það ekki. Hann hefur væntanlega fengið gögn. ... Hann verður eiginlega að svara því," sagði Gunnar Viðar. „Ég geri bara ráð fyrir að hann hafi haft fullnægjandi gögn til að meta þetta." Þegar Gunnar Viðar var upplýstur um að regluvörður hafi á undan honum borið að hann hafi, eftir á að hyggja, ekki talið sig hafa nauðsynlegar upplýsingar. „Ég kann ekki að svara fyrir það. Matið liggur hjá honum," sagði Gunnar Viðar og sagðist gera ráð fyrir að regluvörðurinn hlyti að kalla eftir þeim upplýsingum sem hann þarf til að geta lagt mat á hvort um innherja er að ræða. Saksóknari velti því upp hvort ekki hefði verið tilefni fyrir Gunnar Viðar til að hafa frumkvæði að því að upplýsa regluvörð um stöðu mála og hvort hann hefði haldið mikilvægum gögnum frá regluverði. „Þú spurðir mig hvort ég hefði haldið frá honum upplýsingum. Það gerði ég klárlega ekki," sagði Gunnar Viðar. Hann sagðist ekki muna nákvæmlega eftir hvaða upplýsingum regluvörður kallaði og var ekki viss um að slíkar beiðnir hefðu endilega farið í gegn um hann sjálfan. Engu að síður sagði Gunnar Viðar að það hafi lengi vel verið mikil óvissa um hvort af yfirfærslu innstæðnanna yrði. Þannig hafi þann 20. ágúst enn verið mögulegt að af þeim yrði alls ekki. Því hefði ekki verið tímabært að tala um yfirfærsluna sem staðreyndir á þeim tíma. Tengdar fréttir Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram. 4. mars 2011 09:44 Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag. 2. mars 2011 14:30 Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Regluverði Landsbankans haldið utan við raunverulegan gang mála Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, fékk ófullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi sínu sem skyldi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Meðal þess sem starf Þórðar fólst í var að fylgja reglum bankans um innherjaviðskipti. Hann var einn þeirra sem tilkynnti um hugsanlegar verðmyndandi upplýsingar til Kauphallar. 4. mars 2011 11:03 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. 4. mars 2011 10:26 Lykilfólk í hruninu ber vitni í Baldursmálinu Ráðgert er að sjö manns beri vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem fram fer aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. 2. mars 2011 10:23 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbankans, segir að afar fáir starfsmann bankans hafi vitað um viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins vegna yfirfærslu innæstæðna á Icesave-reikningum í Bretlandi í dótturfélag. „Þetta voru taldar miklar trúnaðarupplýsingar fyrir bankann," sagði Gunnar Viðar þegar hann bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar fer nú fram aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, sem ákærður er fyrir innherjasvik. Hluti ástæðunnar fyrir því að þessum upplýsingum hvar haldið í þröngum hópi var ótti um að áhlaup yrði gert á bankann ef þetta myndi spyrjast úr. Regluvörður Landsbankans, Þórður Örlygsson, bar vitni á undan Gunnari Viðari. Þar sagðist hann ekki hafa verið nægjanlega upplýstur um stöðu mála til að sinna starfi sínu sem meðal annars fólst í að tilkynna um innherja til Kauphallar. Saksóknari spurði Gunnar Viðar hvort regluvörður hafi haft nægjanlegar upplýsingar. „Nú hreinlega veit ég það ekki. Hann hefur væntanlega fengið gögn. ... Hann verður eiginlega að svara því," sagði Gunnar Viðar. „Ég geri bara ráð fyrir að hann hafi haft fullnægjandi gögn til að meta þetta." Þegar Gunnar Viðar var upplýstur um að regluvörður hafi á undan honum borið að hann hafi, eftir á að hyggja, ekki talið sig hafa nauðsynlegar upplýsingar. „Ég kann ekki að svara fyrir það. Matið liggur hjá honum," sagði Gunnar Viðar og sagðist gera ráð fyrir að regluvörðurinn hlyti að kalla eftir þeim upplýsingum sem hann þarf til að geta lagt mat á hvort um innherja er að ræða. Saksóknari velti því upp hvort ekki hefði verið tilefni fyrir Gunnar Viðar til að hafa frumkvæði að því að upplýsa regluvörð um stöðu mála og hvort hann hefði haldið mikilvægum gögnum frá regluverði. „Þú spurðir mig hvort ég hefði haldið frá honum upplýsingum. Það gerði ég klárlega ekki," sagði Gunnar Viðar. Hann sagðist ekki muna nákvæmlega eftir hvaða upplýsingum regluvörður kallaði og var ekki viss um að slíkar beiðnir hefðu endilega farið í gegn um hann sjálfan. Engu að síður sagði Gunnar Viðar að það hafi lengi vel verið mikil óvissa um hvort af yfirfærslu innstæðnanna yrði. Þannig hafi þann 20. ágúst enn verið mögulegt að af þeim yrði alls ekki. Því hefði ekki verið tímabært að tala um yfirfærsluna sem staðreyndir á þeim tíma.
Tengdar fréttir Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram. 4. mars 2011 09:44 Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag. 2. mars 2011 14:30 Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Regluverði Landsbankans haldið utan við raunverulegan gang mála Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, fékk ófullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi sínu sem skyldi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Meðal þess sem starf Þórðar fólst í var að fylgja reglum bankans um innherjaviðskipti. Hann var einn þeirra sem tilkynnti um hugsanlegar verðmyndandi upplýsingar til Kauphallar. 4. mars 2011 11:03 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. 4. mars 2011 10:26 Lykilfólk í hruninu ber vitni í Baldursmálinu Ráðgert er að sjö manns beri vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem fram fer aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. 2. mars 2011 10:23 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram. 4. mars 2011 09:44
Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35
Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag. 2. mars 2011 14:30
Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20
Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57
Regluverði Landsbankans haldið utan við raunverulegan gang mála Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, fékk ófullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi sínu sem skyldi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Meðal þess sem starf Þórðar fólst í var að fylgja reglum bankans um innherjaviðskipti. Hann var einn þeirra sem tilkynnti um hugsanlegar verðmyndandi upplýsingar til Kauphallar. 4. mars 2011 11:03
Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51
Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. 4. mars 2011 10:26
Lykilfólk í hruninu ber vitni í Baldursmálinu Ráðgert er að sjö manns beri vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem fram fer aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. 2. mars 2011 10:23