Dægurlagasöngvarinn George Michael sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið í morgun að hann ætti fangelsisvist skilið eftir að hafa ekið undir áhrifum kannabisefna.
Söngvarinn ók Range Rover bifreið sinni inn í ljósmyndavöruverslun og var dæmdur í átta vikna fangelsi fyrir brotið.
Söngvarinn sagði jafnframt skammast sín fyrir atvikið og að hann sæti nú meðferð vegna neyslu sinnar.
Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem George Michael er dæmdur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en árið 2007 var hann dæmdur í samfélagsþjónustu fyrir samskonar brot.
Georg Michael segist eiga fangelsisvist skilið

Mest lesið




Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun


Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni



