Íhugaði að segja af sér - biður um yfirvegaða umræðu um Icesave 21. febrúar 2011 20:24 Steingrímur J. Sigfússon. „Ég sagði það við hann [forseta Íslands innskt.blms.] að ég áskildi mér þann rétt að hugsa minn gang og gerði í tvo sólarhringa,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í einkasamtal sem hann eða Jóhanna Sigurðardóttir, áttu við Ólaf Ragnar Grímsson, eftir að forsetinn synjaði staðfestingar á Icesavelögunum á síðasta ári. Þáttarspyrill Kastljóss, Sigmar Guðmundsson, vitnaði í orð forsetans í Silfri Egils fyrir viku síðan þar sem hann sagði ákvörðunina fyrir ári síðan þungbæra þar sem afsögnum og stjórnarslitum hefði verið hótað. Steingrímur sagðist ekki tjá sig um einkasamtöl sín við forsetann þar sem hann taldi þau vera í trúnaði. Hann sagðist þó ekki hafa litið svo á að hann hefði hótað afsögn. En eftir að hafa íhugað stöðu sína í tvo daga sagðist hann hafa komist að þeirra niðurstöðu að hann hefði þá hlaupið í burtu á versta tíma. Hann hefði lofað að draga vagninn og það myndi hann gera áfram. Steingrímu sagði jafnframt í viðtalinu að nýji Icesave-samningurinn stæði enn á milli þjóðanna en beðið væri frekari viðbragða frá Hollendingum og Bretum. Aðspurður sagði hann fyrstu viðbrögð Bretar vera undrun og vonbrigði. Þá ekki síst vegna þess að ferill málsins hefði verið þverpólitískur og breið samstaða hefði náðst á þingi um samþykkt samningsins, eða um 70 prósent. Steingrímur vildi ekki fara efnisilega í rökræður við forsetann um ákvörðun sína. Honum þótti hinsvegar rök hans varðandi tæp úrslit um að vísa frumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór á þinginu áður en frumvarpið var samþykkt, hæpin. Hann spurði hvort álit meirihlutans ætti ekki að vega þyngra. Núna kallar Steingrímur eftir yfirvegaðari og ábyrgri umræðu um málið. Hann segir Breta og Hollendinga ólíklega til þess að setjast aftur að samningaborðinu verði samningurinn felldur. Þá verður dómstólaleiðin ein fær með allri þeirri áhættu sem henni fylgir. Að lokum hvatti Steingrímur þjóðina til þess að horfa í spegil. „Hvernig sjáum við okkur sjálf í samfélagi þjóðanna um komandi ár? Í hverju eru hagsmunir okkar fólgnir?“ spurði Steingrímur sem sagði þetta meðal þeirra spurninga sem hver og einn þyrfti að svara. Icesave Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Ég sagði það við hann [forseta Íslands innskt.blms.] að ég áskildi mér þann rétt að hugsa minn gang og gerði í tvo sólarhringa,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í einkasamtal sem hann eða Jóhanna Sigurðardóttir, áttu við Ólaf Ragnar Grímsson, eftir að forsetinn synjaði staðfestingar á Icesavelögunum á síðasta ári. Þáttarspyrill Kastljóss, Sigmar Guðmundsson, vitnaði í orð forsetans í Silfri Egils fyrir viku síðan þar sem hann sagði ákvörðunina fyrir ári síðan þungbæra þar sem afsögnum og stjórnarslitum hefði verið hótað. Steingrímur sagðist ekki tjá sig um einkasamtöl sín við forsetann þar sem hann taldi þau vera í trúnaði. Hann sagðist þó ekki hafa litið svo á að hann hefði hótað afsögn. En eftir að hafa íhugað stöðu sína í tvo daga sagðist hann hafa komist að þeirra niðurstöðu að hann hefði þá hlaupið í burtu á versta tíma. Hann hefði lofað að draga vagninn og það myndi hann gera áfram. Steingrímu sagði jafnframt í viðtalinu að nýji Icesave-samningurinn stæði enn á milli þjóðanna en beðið væri frekari viðbragða frá Hollendingum og Bretum. Aðspurður sagði hann fyrstu viðbrögð Bretar vera undrun og vonbrigði. Þá ekki síst vegna þess að ferill málsins hefði verið þverpólitískur og breið samstaða hefði náðst á þingi um samþykkt samningsins, eða um 70 prósent. Steingrímur vildi ekki fara efnisilega í rökræður við forsetann um ákvörðun sína. Honum þótti hinsvegar rök hans varðandi tæp úrslit um að vísa frumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór á þinginu áður en frumvarpið var samþykkt, hæpin. Hann spurði hvort álit meirihlutans ætti ekki að vega þyngra. Núna kallar Steingrímur eftir yfirvegaðari og ábyrgri umræðu um málið. Hann segir Breta og Hollendinga ólíklega til þess að setjast aftur að samningaborðinu verði samningurinn felldur. Þá verður dómstólaleiðin ein fær með allri þeirri áhættu sem henni fylgir. Að lokum hvatti Steingrímur þjóðina til þess að horfa í spegil. „Hvernig sjáum við okkur sjálf í samfélagi þjóðanna um komandi ár? Í hverju eru hagsmunir okkar fólgnir?“ spurði Steingrímur sem sagði þetta meðal þeirra spurninga sem hver og einn þyrfti að svara.
Icesave Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira