Útilokar ekki að höfða skaðabótamál 26. febrúar 2011 12:13 Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, útilokar ekki að ríkið muni höfða skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Landsbankans vegna Icesave. Ekkert bendir þó til þess að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi samkvæmt rannsókn Deloite í Lundúnum. Icesave reikningar Landsbankans voru stofnaði í Bretlandi árið 2006 og í Hollandi í maí árið 2008 aðeins fimm mánuðum fyrir hrun. Á þessum tíma náði bankinn að safna rúmum þrettán hundruð milljörðum króna í formi innlána. Í nýrri skýrslu Deloite í Lundúnum sem unnin var fyrir slitastjórn Landsbankans er meðal annars ítarleg greining á því í hvað innistæður á Icesavereikningunum voru notaðar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru innistæðurnar að mestu notaðar til að endurfjármögnunar á lánum bankans og til útlána til viðskiptavina í Bretlandi. Í skýrslunni koma ekki fram ásakanir um að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi. Almennt er talið að kostnaður íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave samkomulagsins verði um fimmtíu milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé hlutverk skilanefndar Landsbankans að ná til baka verðmætum sem gætu lækkað kostnað almennings vegna Icesave. Hann útilokar ekki að stjórnendur og eigendur Landsbankans verði sóttir til saka vegna málsins. „Sá þáttur sem að ríkinu gæti snúið er fyrst og fremst ef skattamál tengjast við þetta og ef að hugsanlega kæmu upp spurningin um skaðabætur. Við að sjálfsögðu munum fylgjast með því og erum með nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir möguleikana í þeim efnum ef þeir koma upp," segir Steingrímur. En er það ekki að þínu mati réttlætismál að þjóðin fái einhverja tilfinningu fyrir því að þeir menn sem báru ábyrgð á þessum reikningum að þeir svari til saka hvað það varðar? „Jú enda mikil ósköp enda eru öll þessi mál hjá sérstökum saksókanra. Við skulum ekki gleyma því að öll þessi mál eru þar undir. Það er verið að rannsaka alla stóru bankana þrjá og við verðum að treysta því að það sem er saknæmt fari sína leið í kerfinu og menn verði látnir axla ábyrgð eftir því sem lög og reglur og efni standa til," segir Steingrímur að lokum. Icesave Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, útilokar ekki að ríkið muni höfða skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Landsbankans vegna Icesave. Ekkert bendir þó til þess að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi samkvæmt rannsókn Deloite í Lundúnum. Icesave reikningar Landsbankans voru stofnaði í Bretlandi árið 2006 og í Hollandi í maí árið 2008 aðeins fimm mánuðum fyrir hrun. Á þessum tíma náði bankinn að safna rúmum þrettán hundruð milljörðum króna í formi innlána. Í nýrri skýrslu Deloite í Lundúnum sem unnin var fyrir slitastjórn Landsbankans er meðal annars ítarleg greining á því í hvað innistæður á Icesavereikningunum voru notaðar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru innistæðurnar að mestu notaðar til að endurfjármögnunar á lánum bankans og til útlána til viðskiptavina í Bretlandi. Í skýrslunni koma ekki fram ásakanir um að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi. Almennt er talið að kostnaður íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave samkomulagsins verði um fimmtíu milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé hlutverk skilanefndar Landsbankans að ná til baka verðmætum sem gætu lækkað kostnað almennings vegna Icesave. Hann útilokar ekki að stjórnendur og eigendur Landsbankans verði sóttir til saka vegna málsins. „Sá þáttur sem að ríkinu gæti snúið er fyrst og fremst ef skattamál tengjast við þetta og ef að hugsanlega kæmu upp spurningin um skaðabætur. Við að sjálfsögðu munum fylgjast með því og erum með nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir möguleikana í þeim efnum ef þeir koma upp," segir Steingrímur. En er það ekki að þínu mati réttlætismál að þjóðin fái einhverja tilfinningu fyrir því að þeir menn sem báru ábyrgð á þessum reikningum að þeir svari til saka hvað það varðar? „Jú enda mikil ósköp enda eru öll þessi mál hjá sérstökum saksókanra. Við skulum ekki gleyma því að öll þessi mál eru þar undir. Það er verið að rannsaka alla stóru bankana þrjá og við verðum að treysta því að það sem er saknæmt fari sína leið í kerfinu og menn verði látnir axla ábyrgð eftir því sem lög og reglur og efni standa til," segir Steingrímur að lokum.
Icesave Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira