Innlent

Þjóðin ekki skuldbundin til að greiða Icesave skuldina

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, segir að það sé rangt að Alþingi hafi í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde skuldbundið þjóðina til að greiða Icesave skuldina. Þóra Kristín Árnadóttir blaðakona hélt þessu fram í leiðara á vefritinu Smugunni.

„Íslenska þingið skuldbatt þjóðina til að greiða Icesave-peningana í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde hvað sem mönnum kann að finnast um lagalega stöðu málsins. Þess vegna getur íslenska þjóðin siðferðislega ekki tekið afstöðu til annarra hluta en á hvaða vöxtum og með hvaða skilmálum þær endurgreiðslur eigi að vera," sagði Þóra Kristín meðal annars í leiðaranum.

Ingibjörg Sólrún segir í athugasemd á Facebook síðu sinni í dag að þetta sé ekki rétt hjá Þóru Kristínu. „Alþingi samþykkti þann 5. des 2008 að ganga til viðræðna um Icesave á tilteknum grundvelli. Þetta var þingsályktun sem byggðist á mati á stöðunni á þeim tímapunkti og fól í sér pólitíska skuldbindinu þáverandi stjórnvalda að fara samningaleiðina. Ályktunin skuldbindur þjóðina ekki með neinum hætti að þjóðarrétti,“ segir Ingibjörg Sólrún á Facebook síðu sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×