Lífið

Marc Anthony sagður valdasjúkur

Mynd/Getty
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar stjörnuparið Jennifer Lopez og Marc Anthony ákvað að slíta hjónabandi sínu. Nú hefur hins vegar komið í ljós að hjónabandið var langt frá því að vera fullkomið.
"Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir alla og við biðjum ykkur um að virða einkalíf okkar á þessum erfiðu tímum." Svona hljóðaði sameiginleg yfirlýsing Jennifer Lopez og Marcs Anthony þegar þau tilkynntu að sjö ára hjónabandi þeirra væri lokið. Parið á saman þriggja ára tvíbura, þau Max og Emme.

Þegar söng- og leikkonan Jennifer Lopez og hjartaknúsarinn Marc Anthony giftu sig árið 2004 voru margir vissir um að þetta hjónaband myndi endast lengur en önnur í Hollywood. Þau sungu saman dúetta og sáust sjaldan á rauða dreglinum án hvors annars.

Nú þegar skilnaðurinn er staðreynd keppast fjölmiðlar vestanhafs við að birta fréttir af að hjónaband þeirra hafi ekki verið neinn dans á rósum.

"Anthony er valdasjúkur og réði öllu á heimili þeirra. Hann leyfði Lopez aldrei að fara einni í samkvæmi og líkaði illa þegar fjölmiðlar tóku af henni myndir án hans," segir ónefndur heimildarmaður við Daily Mail. "Þau elska hvort annað af mikilli ástríðu en þau rífast líka af ástríðu, og stundum svo mikið að það hefur komið til handalögmála," segir annar heimildarmaður við bandaríska slúðurblaðið Star.

Ástæða rifrildanna var oft líkamsvöxtur Lopez en Anthony fannst Lopez ekki nógu fljót að koma sér í form eftir barnsburð.

Eftir að Jennifer Lopez settist í dómarasætið í einum af vinsælasta raunveruleikaþætti Bandaríkjanna, American Idol, hefur ferill hennar tekið flug og tónlist Lopez klifrað upp vinsældalistana. Fjölmargir miðlar velta því fyrir sér hvort Anthony hafi að lokum ekki getað sætt sig við velgengni Lopez undanfarið ár.

Bæði Lopez og Antonhy eiga misheppnuð hjónabönd og sambönd að baki og eru öllu vön. Það á eflaust ekki eftir að líða á löngu áður en við sjáum þau birtast með nýjan maka upp á arminn á rauða dreglinum.

alfrun@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.