Gaf afslátt út á Ísland 6. september 2011 08:30 Zack gaf Ólafi afslátt af tónlistinni fyrir stiklur Borgríkis vegna smæðar Íslands. „Hann er ótrúlegur snillingur, þessi strákur," segir leikstjórinn Ólafur Jóhannesson. Kvikmyndin Borgríki eftir Ólaf verður frumsýnd 14. október. Tónlistarmaðurinn Zack Hemsey semur tónlistina í nýjum stiklum fyrir myndina, en hann samdi einnig tónlistina í stiklum kvikmyndanna Inception, The Town og Robin Hood eftir Ridley Scott. „Hann er búinn að gera heilan helling," segir Ólafur og bætir við að það hafi verið sáraeinfalt að hafa uppi á honum. „Ég fann náungann á netinu og talaði við hann. Hann vildi fyrst fá ógurlegar formúur fyrir verkið, svo benti ég honum á að ég væri á Íslandi, sem væri eins og lítið Disneyland – mjög lítill markaður. Þá fékk ég þetta frekar ódýrt. Hann gaf afslátt út á Ísland, það er bara málið." Ólafur er mikill stiklumaður og segist vera búinn að sjá miklu fleiri stiklur en kvikmyndir. Hann segir tónlistina í stiklunni skipta sköpum enda sé hún frímerki fyrir myndina. „Ef fólk ætlar að sjá myndina skoðar það treilerinn og því þarf hann að vera eins flottur og mögulegt er," segir hann. Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson og hinn serbneski Zlatko Krickic fara með aðalhlutverkin í myndinni. Ólafur fór óhefðbundnar leiðir við fjármögnun myndarinnar og bauðst fólki meðal annars að styrkja myndina með frjálsum framlögum. Nú þegar hann sér fyrir endann á vinnunni við myndina segir hann að það sé hálfgerður gerviléttir. „Þegar eitt klárast byrjar annað," segir hann. „Ég er hættur að trúa á spennuföll, þau eru yfirleitt haugalygi. Englarnir koma með nýja verkefnaskrá þegar maður klárar eitthvað." Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu myndarinnar, borgriki.is. - afb Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Zack gaf Ólafi afslátt af tónlistinni fyrir stiklur Borgríkis vegna smæðar Íslands. „Hann er ótrúlegur snillingur, þessi strákur," segir leikstjórinn Ólafur Jóhannesson. Kvikmyndin Borgríki eftir Ólaf verður frumsýnd 14. október. Tónlistarmaðurinn Zack Hemsey semur tónlistina í nýjum stiklum fyrir myndina, en hann samdi einnig tónlistina í stiklum kvikmyndanna Inception, The Town og Robin Hood eftir Ridley Scott. „Hann er búinn að gera heilan helling," segir Ólafur og bætir við að það hafi verið sáraeinfalt að hafa uppi á honum. „Ég fann náungann á netinu og talaði við hann. Hann vildi fyrst fá ógurlegar formúur fyrir verkið, svo benti ég honum á að ég væri á Íslandi, sem væri eins og lítið Disneyland – mjög lítill markaður. Þá fékk ég þetta frekar ódýrt. Hann gaf afslátt út á Ísland, það er bara málið." Ólafur er mikill stiklumaður og segist vera búinn að sjá miklu fleiri stiklur en kvikmyndir. Hann segir tónlistina í stiklunni skipta sköpum enda sé hún frímerki fyrir myndina. „Ef fólk ætlar að sjá myndina skoðar það treilerinn og því þarf hann að vera eins flottur og mögulegt er," segir hann. Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson og hinn serbneski Zlatko Krickic fara með aðalhlutverkin í myndinni. Ólafur fór óhefðbundnar leiðir við fjármögnun myndarinnar og bauðst fólki meðal annars að styrkja myndina með frjálsum framlögum. Nú þegar hann sér fyrir endann á vinnunni við myndina segir hann að það sé hálfgerður gerviléttir. „Þegar eitt klárast byrjar annað," segir hann. „Ég er hættur að trúa á spennuföll, þau eru yfirleitt haugalygi. Englarnir koma með nýja verkefnaskrá þegar maður klárar eitthvað." Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu myndarinnar, borgriki.is. - afb
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira