Innlent

Nauðgun tengd við Facebook

Íslenskur maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí fyrir nauðganir. Hann komst í kynni við fórnarlömb sín á Facebook-samskiptasíðunni og mælti sér mót við þau.

Maðurinn nauðgaði stúlku fæddri árið 1993 og hélt henni nauðugri yfir nótt á heimili sínu.

Hann var einnig dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni og nauðgun gegn stúlku fæddri 1995, og fyrir að hafa haft samfarir við þrettán og fjórtán ára stúlkur. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×