Ásgrímsmyndir voru fyrir American Express 15. september 2010 08:45 Dularfullar myndir Jóhann Páll Valdimarsson og Jón Rósant Þórarinsson með eftirprentanirnar sem fundust á lager Forlagsins. Fréttablaðið/Anton „Það hefur fullt af fólki sett sig í samband við okkur og ég held að sagan á bak við myndirnar sé orðin ljós,“ segir Kristrún Heiða Hauksdóttir, kynningarstýra Forlagsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær fundust eftirprentanir af vatnslitaverkum Ásgríms Jónssonar á lager Forlagsins fyrir skömmu. Þær voru settar í sölu í gær og seldust eins og heitar lummur. Sagan á bak við eftirprentunina var nokkuð á reiki en einhverjir hölluðust að því að þetta væri runnið undan rifjum Ragnars í Smára á blómaskeiði Helgafells-útgáfunnar á meðan aðrir giskuðu á að þetta kynni að hafa verið gert fyrir heimssýninguna í Montreal 1967. „Þetta var gert að undirlagi Iceland Review og American Express og myndirnar voru notaðar til að kynna Ísland á áttunda áratugnum,“ segir Kristrún en Fréttablaðið ræddi í gær við Heimi Hannesson hæstaréttarlögmann sem var ritstjóri Iceland Review á þeim tíma ásamt Haraldi J. Hamar. Hann staðfesti þessa sögu. Eftirprentunin var gerð með góðfúslegu leyfi Ásgrímssafnsins, myndirnar voru teknar hér en prentaðar í fínni prentsmiðju í Chicago. Heimir Hannesson segist enn eiga filmurnar en kortafyrirtækið American Express sendi meðal annars umræddar eftirprentanir til allra korthafa í Ameríku og Kanada. Þá fengu ráðherrar í ríkisstjórn Íslands einnig að nota myndirnar til að gefa á ferðum sínum til útlanda, Ásgrímur var því hálfgerð Björk eða Sigur Rós þess tíma. „Og þetta skýrir kannski hvers vegna listfræðingar voru svona grunlausir um þessar myndir, það voru athafnamenn sem létu gera myndirnar og þær notaðar sem kynningarefni.“- fgg Lífið Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
„Það hefur fullt af fólki sett sig í samband við okkur og ég held að sagan á bak við myndirnar sé orðin ljós,“ segir Kristrún Heiða Hauksdóttir, kynningarstýra Forlagsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær fundust eftirprentanir af vatnslitaverkum Ásgríms Jónssonar á lager Forlagsins fyrir skömmu. Þær voru settar í sölu í gær og seldust eins og heitar lummur. Sagan á bak við eftirprentunina var nokkuð á reiki en einhverjir hölluðust að því að þetta væri runnið undan rifjum Ragnars í Smára á blómaskeiði Helgafells-útgáfunnar á meðan aðrir giskuðu á að þetta kynni að hafa verið gert fyrir heimssýninguna í Montreal 1967. „Þetta var gert að undirlagi Iceland Review og American Express og myndirnar voru notaðar til að kynna Ísland á áttunda áratugnum,“ segir Kristrún en Fréttablaðið ræddi í gær við Heimi Hannesson hæstaréttarlögmann sem var ritstjóri Iceland Review á þeim tíma ásamt Haraldi J. Hamar. Hann staðfesti þessa sögu. Eftirprentunin var gerð með góðfúslegu leyfi Ásgrímssafnsins, myndirnar voru teknar hér en prentaðar í fínni prentsmiðju í Chicago. Heimir Hannesson segist enn eiga filmurnar en kortafyrirtækið American Express sendi meðal annars umræddar eftirprentanir til allra korthafa í Ameríku og Kanada. Þá fengu ráðherrar í ríkisstjórn Íslands einnig að nota myndirnar til að gefa á ferðum sínum til útlanda, Ásgrímur var því hálfgerð Björk eða Sigur Rós þess tíma. „Og þetta skýrir kannski hvers vegna listfræðingar voru svona grunlausir um þessar myndir, það voru athafnamenn sem létu gera myndirnar og þær notaðar sem kynningarefni.“- fgg
Lífið Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira