Línurnar að skýrast fyrir Contraband Baltasars 3. desember 2010 14:00 Nokkuð líkir Jörundur Ragnarsson sem lék Arnór í Reykjavík-Rotterdam getur verið nokkuð sáttur við amerísku útgáfuna af sinni persónu. Hún verður í höndunum á Ben Foster, rísandi stjörnu í Hollywood. Kvikmyndabiblían Variety greindi frá því í gær að leikararnir Giovanni Ribisi og Ben Foster væru í viðræðum við Universal um að leika í Contraband, Hollywood-kvikmynd Baltasars Kormáks. Kvikmyndavefmiðlar á borð við Empireonline og Collider.com fjölluðu ítarlega um frétt Variety þess efnis að Giovanni Ribisi og Ben Foster væru í viðræðum við Universal um að leika í endurgerð Reykjavík-Rotterdam sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Tökur eiga að hefjast í janúar en eins og flestum ætti að vera kunnugt leika þau Mark Wahlberg og Kate Beckinsale aðalhlutverkin. Baltasar hefur verið að safna liði, ráða til sín búningahönnuð og kvikmyndatökumenn enda er Hollywood-batteríið margfalt stærra en á Íslandi. Giovanni Ribisi er mörgum að góðu kunnur þótt ekki sé víst að nafnið hringi mörgum bjöllum. Flestir muna eflaust eftir honum sem Frank Buffay, bróður Phoebe í Friends-þáttunum, en Ribisi hefur einnig leikið í stórmyndum á borð við Avatar og Public Enemy. Ben Foster er hins vegar spáð miklum frama í Hollywood á næstu árum en hann lék meðal annars í The Messenger sem tilnefnd var til tvennra Óskarsverðlauna. Ekki er vitað í hvaða hlutverki Ribisi verður en miðað við þau hlutverk sem eftir eru í íslensku myndinni er líklegt að það sé hlutverk Ingvars E. Sigurðssonar. Ingvar lék í myndinni Steingrím, sem fær aðalpersónuna Kristófer til að smygla í síðasta sinn. Ben Foster á hins vegar að leika mág Kristófers en það hlutverk var í höndum Jörundar Ragnarssonar í kvikmynd Óskars Jónassonar. Mark Wahlberg leikur síðan auðvitað hlutverkið sem Baltasar Kormákur fór með og Kate Beckinsale verður hin ameríska Íris en það hlutverk var í höndum Lilju Nætur Þórarinsdóttur. freyrgigja@frettabladid.is Hugsanlegt Ekki hefur verið gefið upp hvaða hlutverk Giovanni Ribisi eigi að leika í Contraband. Að öllum líkindum er það þó hlutverk Steingríms sem Ingvar E. Sigurðsson rúllaði upp í íslensku útgáfunni. Þokkadísir Kate Beckinsale verður hin ameríska Íris, eiginkona smyglarans Kristófers sem lendir í miklum hremmingum. Það var Lilja Nótt sem lék hana í kvikmynd Óskars Jónassonar. Tilviljun? Baltasar Kormákur lék smyglarann Kristófer í Reykjavíkur Rotterdam. Nú er það kyntröllið Mark Wahlberg. Lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Kvikmyndabiblían Variety greindi frá því í gær að leikararnir Giovanni Ribisi og Ben Foster væru í viðræðum við Universal um að leika í Contraband, Hollywood-kvikmynd Baltasars Kormáks. Kvikmyndavefmiðlar á borð við Empireonline og Collider.com fjölluðu ítarlega um frétt Variety þess efnis að Giovanni Ribisi og Ben Foster væru í viðræðum við Universal um að leika í endurgerð Reykjavík-Rotterdam sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Tökur eiga að hefjast í janúar en eins og flestum ætti að vera kunnugt leika þau Mark Wahlberg og Kate Beckinsale aðalhlutverkin. Baltasar hefur verið að safna liði, ráða til sín búningahönnuð og kvikmyndatökumenn enda er Hollywood-batteríið margfalt stærra en á Íslandi. Giovanni Ribisi er mörgum að góðu kunnur þótt ekki sé víst að nafnið hringi mörgum bjöllum. Flestir muna eflaust eftir honum sem Frank Buffay, bróður Phoebe í Friends-þáttunum, en Ribisi hefur einnig leikið í stórmyndum á borð við Avatar og Public Enemy. Ben Foster er hins vegar spáð miklum frama í Hollywood á næstu árum en hann lék meðal annars í The Messenger sem tilnefnd var til tvennra Óskarsverðlauna. Ekki er vitað í hvaða hlutverki Ribisi verður en miðað við þau hlutverk sem eftir eru í íslensku myndinni er líklegt að það sé hlutverk Ingvars E. Sigurðssonar. Ingvar lék í myndinni Steingrím, sem fær aðalpersónuna Kristófer til að smygla í síðasta sinn. Ben Foster á hins vegar að leika mág Kristófers en það hlutverk var í höndum Jörundar Ragnarssonar í kvikmynd Óskars Jónassonar. Mark Wahlberg leikur síðan auðvitað hlutverkið sem Baltasar Kormákur fór með og Kate Beckinsale verður hin ameríska Íris en það hlutverk var í höndum Lilju Nætur Þórarinsdóttur. freyrgigja@frettabladid.is Hugsanlegt Ekki hefur verið gefið upp hvaða hlutverk Giovanni Ribisi eigi að leika í Contraband. Að öllum líkindum er það þó hlutverk Steingríms sem Ingvar E. Sigurðsson rúllaði upp í íslensku útgáfunni. Þokkadísir Kate Beckinsale verður hin ameríska Íris, eiginkona smyglarans Kristófers sem lendir í miklum hremmingum. Það var Lilja Nótt sem lék hana í kvikmynd Óskars Jónassonar. Tilviljun? Baltasar Kormákur lék smyglarann Kristófer í Reykjavíkur Rotterdam. Nú er það kyntröllið Mark Wahlberg.
Lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira