Ólafur Ragnar hitti Íþróttaálfinn í Kína 10. september 2010 15:27 Ólafur Ragnar hitti skólabörn í Sjanghai og fengu þau að kynnast Íþróttaálfinum og Sollu stirðu Mynd: Forseti.is Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær setningarræðu á orkuráðstefnu sem haldin var í sýningarskála Íslands á heimssýningunni í Shanghai. Ráðstefnuna sóttu forystumenn orkumála víða að úr Kína ásamt stjórnendum orkustofnunar landsins sem og kínverskir sérfræðingar. Efni ráðstefnunnar var að kynna reynslu Íslendinga af nýtingu hreinnar orku, einkum jarðhita, sem gæti nýst Kínverjum, með sérstakri áherslu á lagningu hitaveitna í kínverskum borgum og bæjum, sem og með því að loftkælingarkerfi borganna yrðu að einhverju leyti knúin með jarðvarma. Í heimsókn sinni til Kína hefur Ólafur Ragnar rætt við fjölda kínverskra fjölmiðla og hafa viðtölin að mestu snúist um árangur Íslands við nýtingu hreinnar orku, þátttöku íslenskra fyrirtækja og sérfræðinga í nýtingu jarðvarma í Kína, áhrif fjármálakreppunnar á Ísland og endurreisn hagkerfisins. Forsetinn heimsótti starfsstöðvar CCP-tölvuleikjafyrirtæksins þar sem nú starfa um 120 manns víðs vegar að úr heiminum, meðal annars frá Kína og Íslandi, við þróun á tölvuleiknum vinsæla Eve Online. Ólafur Ragnar fór einnig í Hongkou-hverfið í Shanghai sem er vináttuhverfi Íslands í tengslum við Heimssýninguna. Þar var sérstök kynning á Latabæ í menningarmiðstöð hverfisins og tók mikill fjöldi skólabarna þátt í æfingum undir stjórn Íþróttaálfsins og Sollu stirðu. Forsetinn heimsótti kínversku heimskautastofnunina og átti þar viðræður um bráðnun íss og opnun nýrra siglingaleiða sem tengja muni Asíu, Evrópu og Ameríku á nýjan hátt en Ísland liggur sérlega vel við slíkum siglingaleiðum. Kínverska heimsskautastofnuni gerir út öfluga leiðangra og hafa fjórir leiðangrar á hennar vegum verið farnir til norðurslóða á síðustu árum. Fram kom áhugi stjórnenda á að vinna með íslenskum vísindamönnum og mun sendinefnd frá stofnuninni koma til Íslands í byrjun október til að ræða nánara samstarf. Rædd hefur verið sú hugmynd að næsti leiðangur eigi viðdvöl á Íslandi eftir að hafa farið yfir norðurskautið. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær setningarræðu á orkuráðstefnu sem haldin var í sýningarskála Íslands á heimssýningunni í Shanghai. Ráðstefnuna sóttu forystumenn orkumála víða að úr Kína ásamt stjórnendum orkustofnunar landsins sem og kínverskir sérfræðingar. Efni ráðstefnunnar var að kynna reynslu Íslendinga af nýtingu hreinnar orku, einkum jarðhita, sem gæti nýst Kínverjum, með sérstakri áherslu á lagningu hitaveitna í kínverskum borgum og bæjum, sem og með því að loftkælingarkerfi borganna yrðu að einhverju leyti knúin með jarðvarma. Í heimsókn sinni til Kína hefur Ólafur Ragnar rætt við fjölda kínverskra fjölmiðla og hafa viðtölin að mestu snúist um árangur Íslands við nýtingu hreinnar orku, þátttöku íslenskra fyrirtækja og sérfræðinga í nýtingu jarðvarma í Kína, áhrif fjármálakreppunnar á Ísland og endurreisn hagkerfisins. Forsetinn heimsótti starfsstöðvar CCP-tölvuleikjafyrirtæksins þar sem nú starfa um 120 manns víðs vegar að úr heiminum, meðal annars frá Kína og Íslandi, við þróun á tölvuleiknum vinsæla Eve Online. Ólafur Ragnar fór einnig í Hongkou-hverfið í Shanghai sem er vináttuhverfi Íslands í tengslum við Heimssýninguna. Þar var sérstök kynning á Latabæ í menningarmiðstöð hverfisins og tók mikill fjöldi skólabarna þátt í æfingum undir stjórn Íþróttaálfsins og Sollu stirðu. Forsetinn heimsótti kínversku heimskautastofnunina og átti þar viðræður um bráðnun íss og opnun nýrra siglingaleiða sem tengja muni Asíu, Evrópu og Ameríku á nýjan hátt en Ísland liggur sérlega vel við slíkum siglingaleiðum. Kínverska heimsskautastofnuni gerir út öfluga leiðangra og hafa fjórir leiðangrar á hennar vegum verið farnir til norðurslóða á síðustu árum. Fram kom áhugi stjórnenda á að vinna með íslenskum vísindamönnum og mun sendinefnd frá stofnuninni koma til Íslands í byrjun október til að ræða nánara samstarf. Rædd hefur verið sú hugmynd að næsti leiðangur eigi viðdvöl á Íslandi eftir að hafa farið yfir norðurskautið.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira