Norðmenn stela Laundromat-hugmynd Frikka 13. nóvember 2010 05:00 Áferðin og litasamsetningar á norska Laundromat-staðnum (fyrir neðan) eru greinilega undir miklum áhrifum frá Laundromat Café-stöðum Friðriks Weisshappel (efst) í Kaupmannahöfn. Íslenski kaffihúsamaðurinn getur hins vegar ekkert gert enda bara með einkaleyfi á Íslandi og í Evrópusambandinu. „Litasamsetningarnar og áferðin eru til að mynda eins og það er alveg augljóst hvaðan þeir fengu hugmyndina. Mér finnst samt undarlegast að þeir skyldu ekki finna norska heitið á þvottakaffihúsi og nefna það eftir því," segir Friðrik Weisshappel, eigandi tveggja Laundromat Café-staða í Kaupmannahöfn. Hann hefur fengið óvænta samkeppni í kaffihúsabransanum því fyrir fimm mánuðum var opnað Café Laundromat á besta stað í Ósló. Miðað við heimasíðu norska staðarins, laundromat.no, er augljóst hvaðan fyrirmyndin er komin. Friðrik segist ekkert geta gert, hann sé nýbúinn að fá einkaleyfi fyrir þessari hugmynd á Evrópusambandssvæðinu og á Íslandi. „Þær reglur ná hins vegar ekki til Noregs enda Norðmenn ekki í ESB." Friðrik hefur þó reynt að taka þessu með jafnaðargeði, hefur meira að segja skrifað á Facebook-síðu norska staðarins og boðið þeim að stela frá sér öðrum hugmyndum. Fréttablaðið hafði samband við Café Laundromat í Ósló og fékk að tala við framkvæmdastjórann Kemal. Hann byrjaði á því að tilkynna blaðamanni hversu vel staðurinn hefði gengið en Café Laundromat hefur vakið mikla athygli á norskum vefsíðum. Þegar Kemal er spurður út í augljós líkindi kaffihússins hans og Laundromat Café í Kaupmannahöfn viðurkennir hann þau fúslega. „En eigandi þess kaffihúss á engan einkarétt á þessari hugmynd. Það eru líka til svona kaffihús í Bandaríkjunum þannig að þetta er ekkert sérstaklega frumlegt." Kemal verður hins vegar ákaflega fámáll þegar hann er spurður hvort ekki hefði verið heppilegra að nota norskt heiti yfir þvottakaffihús. „Sko, við fengum tækifæri til að fínpússa þessa hugmynd aðeins og gera hana nútímalegri og ég tel að okkur hafi tekist það." Kemal segir það hins vegar ekki á dagskránni að opna útibú á Íslandi, það er hins vegar í plönunum hjá Friðriki því eins og kom fram í Fréttatímanum ætlar Friðrik ásamt eigendum Vegamóta og Austurs að opna Laundramot Café í Jakobsen-húsinu við Austurstræti. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
„Litasamsetningarnar og áferðin eru til að mynda eins og það er alveg augljóst hvaðan þeir fengu hugmyndina. Mér finnst samt undarlegast að þeir skyldu ekki finna norska heitið á þvottakaffihúsi og nefna það eftir því," segir Friðrik Weisshappel, eigandi tveggja Laundromat Café-staða í Kaupmannahöfn. Hann hefur fengið óvænta samkeppni í kaffihúsabransanum því fyrir fimm mánuðum var opnað Café Laundromat á besta stað í Ósló. Miðað við heimasíðu norska staðarins, laundromat.no, er augljóst hvaðan fyrirmyndin er komin. Friðrik segist ekkert geta gert, hann sé nýbúinn að fá einkaleyfi fyrir þessari hugmynd á Evrópusambandssvæðinu og á Íslandi. „Þær reglur ná hins vegar ekki til Noregs enda Norðmenn ekki í ESB." Friðrik hefur þó reynt að taka þessu með jafnaðargeði, hefur meira að segja skrifað á Facebook-síðu norska staðarins og boðið þeim að stela frá sér öðrum hugmyndum. Fréttablaðið hafði samband við Café Laundromat í Ósló og fékk að tala við framkvæmdastjórann Kemal. Hann byrjaði á því að tilkynna blaðamanni hversu vel staðurinn hefði gengið en Café Laundromat hefur vakið mikla athygli á norskum vefsíðum. Þegar Kemal er spurður út í augljós líkindi kaffihússins hans og Laundromat Café í Kaupmannahöfn viðurkennir hann þau fúslega. „En eigandi þess kaffihúss á engan einkarétt á þessari hugmynd. Það eru líka til svona kaffihús í Bandaríkjunum þannig að þetta er ekkert sérstaklega frumlegt." Kemal verður hins vegar ákaflega fámáll þegar hann er spurður hvort ekki hefði verið heppilegra að nota norskt heiti yfir þvottakaffihús. „Sko, við fengum tækifæri til að fínpússa þessa hugmynd aðeins og gera hana nútímalegri og ég tel að okkur hafi tekist það." Kemal segir það hins vegar ekki á dagskránni að opna útibú á Íslandi, það er hins vegar í plönunum hjá Friðriki því eins og kom fram í Fréttatímanum ætlar Friðrik ásamt eigendum Vegamóta og Austurs að opna Laundramot Café í Jakobsen-húsinu við Austurstræti. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira