Norðmenn stela Laundromat-hugmynd Frikka 13. nóvember 2010 05:00 Áferðin og litasamsetningar á norska Laundromat-staðnum (fyrir neðan) eru greinilega undir miklum áhrifum frá Laundromat Café-stöðum Friðriks Weisshappel (efst) í Kaupmannahöfn. Íslenski kaffihúsamaðurinn getur hins vegar ekkert gert enda bara með einkaleyfi á Íslandi og í Evrópusambandinu. „Litasamsetningarnar og áferðin eru til að mynda eins og það er alveg augljóst hvaðan þeir fengu hugmyndina. Mér finnst samt undarlegast að þeir skyldu ekki finna norska heitið á þvottakaffihúsi og nefna það eftir því," segir Friðrik Weisshappel, eigandi tveggja Laundromat Café-staða í Kaupmannahöfn. Hann hefur fengið óvænta samkeppni í kaffihúsabransanum því fyrir fimm mánuðum var opnað Café Laundromat á besta stað í Ósló. Miðað við heimasíðu norska staðarins, laundromat.no, er augljóst hvaðan fyrirmyndin er komin. Friðrik segist ekkert geta gert, hann sé nýbúinn að fá einkaleyfi fyrir þessari hugmynd á Evrópusambandssvæðinu og á Íslandi. „Þær reglur ná hins vegar ekki til Noregs enda Norðmenn ekki í ESB." Friðrik hefur þó reynt að taka þessu með jafnaðargeði, hefur meira að segja skrifað á Facebook-síðu norska staðarins og boðið þeim að stela frá sér öðrum hugmyndum. Fréttablaðið hafði samband við Café Laundromat í Ósló og fékk að tala við framkvæmdastjórann Kemal. Hann byrjaði á því að tilkynna blaðamanni hversu vel staðurinn hefði gengið en Café Laundromat hefur vakið mikla athygli á norskum vefsíðum. Þegar Kemal er spurður út í augljós líkindi kaffihússins hans og Laundromat Café í Kaupmannahöfn viðurkennir hann þau fúslega. „En eigandi þess kaffihúss á engan einkarétt á þessari hugmynd. Það eru líka til svona kaffihús í Bandaríkjunum þannig að þetta er ekkert sérstaklega frumlegt." Kemal verður hins vegar ákaflega fámáll þegar hann er spurður hvort ekki hefði verið heppilegra að nota norskt heiti yfir þvottakaffihús. „Sko, við fengum tækifæri til að fínpússa þessa hugmynd aðeins og gera hana nútímalegri og ég tel að okkur hafi tekist það." Kemal segir það hins vegar ekki á dagskránni að opna útibú á Íslandi, það er hins vegar í plönunum hjá Friðriki því eins og kom fram í Fréttatímanum ætlar Friðrik ásamt eigendum Vegamóta og Austurs að opna Laundramot Café í Jakobsen-húsinu við Austurstræti. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira
„Litasamsetningarnar og áferðin eru til að mynda eins og það er alveg augljóst hvaðan þeir fengu hugmyndina. Mér finnst samt undarlegast að þeir skyldu ekki finna norska heitið á þvottakaffihúsi og nefna það eftir því," segir Friðrik Weisshappel, eigandi tveggja Laundromat Café-staða í Kaupmannahöfn. Hann hefur fengið óvænta samkeppni í kaffihúsabransanum því fyrir fimm mánuðum var opnað Café Laundromat á besta stað í Ósló. Miðað við heimasíðu norska staðarins, laundromat.no, er augljóst hvaðan fyrirmyndin er komin. Friðrik segist ekkert geta gert, hann sé nýbúinn að fá einkaleyfi fyrir þessari hugmynd á Evrópusambandssvæðinu og á Íslandi. „Þær reglur ná hins vegar ekki til Noregs enda Norðmenn ekki í ESB." Friðrik hefur þó reynt að taka þessu með jafnaðargeði, hefur meira að segja skrifað á Facebook-síðu norska staðarins og boðið þeim að stela frá sér öðrum hugmyndum. Fréttablaðið hafði samband við Café Laundromat í Ósló og fékk að tala við framkvæmdastjórann Kemal. Hann byrjaði á því að tilkynna blaðamanni hversu vel staðurinn hefði gengið en Café Laundromat hefur vakið mikla athygli á norskum vefsíðum. Þegar Kemal er spurður út í augljós líkindi kaffihússins hans og Laundromat Café í Kaupmannahöfn viðurkennir hann þau fúslega. „En eigandi þess kaffihúss á engan einkarétt á þessari hugmynd. Það eru líka til svona kaffihús í Bandaríkjunum þannig að þetta er ekkert sérstaklega frumlegt." Kemal verður hins vegar ákaflega fámáll þegar hann er spurður hvort ekki hefði verið heppilegra að nota norskt heiti yfir þvottakaffihús. „Sko, við fengum tækifæri til að fínpússa þessa hugmynd aðeins og gera hana nútímalegri og ég tel að okkur hafi tekist það." Kemal segir það hins vegar ekki á dagskránni að opna útibú á Íslandi, það er hins vegar í plönunum hjá Friðriki því eins og kom fram í Fréttatímanum ætlar Friðrik ásamt eigendum Vegamóta og Austurs að opna Laundramot Café í Jakobsen-húsinu við Austurstræti. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira