Norðmenn stela Laundromat-hugmynd Frikka 13. nóvember 2010 05:00 Áferðin og litasamsetningar á norska Laundromat-staðnum (fyrir neðan) eru greinilega undir miklum áhrifum frá Laundromat Café-stöðum Friðriks Weisshappel (efst) í Kaupmannahöfn. Íslenski kaffihúsamaðurinn getur hins vegar ekkert gert enda bara með einkaleyfi á Íslandi og í Evrópusambandinu. „Litasamsetningarnar og áferðin eru til að mynda eins og það er alveg augljóst hvaðan þeir fengu hugmyndina. Mér finnst samt undarlegast að þeir skyldu ekki finna norska heitið á þvottakaffihúsi og nefna það eftir því," segir Friðrik Weisshappel, eigandi tveggja Laundromat Café-staða í Kaupmannahöfn. Hann hefur fengið óvænta samkeppni í kaffihúsabransanum því fyrir fimm mánuðum var opnað Café Laundromat á besta stað í Ósló. Miðað við heimasíðu norska staðarins, laundromat.no, er augljóst hvaðan fyrirmyndin er komin. Friðrik segist ekkert geta gert, hann sé nýbúinn að fá einkaleyfi fyrir þessari hugmynd á Evrópusambandssvæðinu og á Íslandi. „Þær reglur ná hins vegar ekki til Noregs enda Norðmenn ekki í ESB." Friðrik hefur þó reynt að taka þessu með jafnaðargeði, hefur meira að segja skrifað á Facebook-síðu norska staðarins og boðið þeim að stela frá sér öðrum hugmyndum. Fréttablaðið hafði samband við Café Laundromat í Ósló og fékk að tala við framkvæmdastjórann Kemal. Hann byrjaði á því að tilkynna blaðamanni hversu vel staðurinn hefði gengið en Café Laundromat hefur vakið mikla athygli á norskum vefsíðum. Þegar Kemal er spurður út í augljós líkindi kaffihússins hans og Laundromat Café í Kaupmannahöfn viðurkennir hann þau fúslega. „En eigandi þess kaffihúss á engan einkarétt á þessari hugmynd. Það eru líka til svona kaffihús í Bandaríkjunum þannig að þetta er ekkert sérstaklega frumlegt." Kemal verður hins vegar ákaflega fámáll þegar hann er spurður hvort ekki hefði verið heppilegra að nota norskt heiti yfir þvottakaffihús. „Sko, við fengum tækifæri til að fínpússa þessa hugmynd aðeins og gera hana nútímalegri og ég tel að okkur hafi tekist það." Kemal segir það hins vegar ekki á dagskránni að opna útibú á Íslandi, það er hins vegar í plönunum hjá Friðriki því eins og kom fram í Fréttatímanum ætlar Friðrik ásamt eigendum Vegamóta og Austurs að opna Laundramot Café í Jakobsen-húsinu við Austurstræti. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Litasamsetningarnar og áferðin eru til að mynda eins og það er alveg augljóst hvaðan þeir fengu hugmyndina. Mér finnst samt undarlegast að þeir skyldu ekki finna norska heitið á þvottakaffihúsi og nefna það eftir því," segir Friðrik Weisshappel, eigandi tveggja Laundromat Café-staða í Kaupmannahöfn. Hann hefur fengið óvænta samkeppni í kaffihúsabransanum því fyrir fimm mánuðum var opnað Café Laundromat á besta stað í Ósló. Miðað við heimasíðu norska staðarins, laundromat.no, er augljóst hvaðan fyrirmyndin er komin. Friðrik segist ekkert geta gert, hann sé nýbúinn að fá einkaleyfi fyrir þessari hugmynd á Evrópusambandssvæðinu og á Íslandi. „Þær reglur ná hins vegar ekki til Noregs enda Norðmenn ekki í ESB." Friðrik hefur þó reynt að taka þessu með jafnaðargeði, hefur meira að segja skrifað á Facebook-síðu norska staðarins og boðið þeim að stela frá sér öðrum hugmyndum. Fréttablaðið hafði samband við Café Laundromat í Ósló og fékk að tala við framkvæmdastjórann Kemal. Hann byrjaði á því að tilkynna blaðamanni hversu vel staðurinn hefði gengið en Café Laundromat hefur vakið mikla athygli á norskum vefsíðum. Þegar Kemal er spurður út í augljós líkindi kaffihússins hans og Laundromat Café í Kaupmannahöfn viðurkennir hann þau fúslega. „En eigandi þess kaffihúss á engan einkarétt á þessari hugmynd. Það eru líka til svona kaffihús í Bandaríkjunum þannig að þetta er ekkert sérstaklega frumlegt." Kemal verður hins vegar ákaflega fámáll þegar hann er spurður hvort ekki hefði verið heppilegra að nota norskt heiti yfir þvottakaffihús. „Sko, við fengum tækifæri til að fínpússa þessa hugmynd aðeins og gera hana nútímalegri og ég tel að okkur hafi tekist það." Kemal segir það hins vegar ekki á dagskránni að opna útibú á Íslandi, það er hins vegar í plönunum hjá Friðriki því eins og kom fram í Fréttatímanum ætlar Friðrik ásamt eigendum Vegamóta og Austurs að opna Laundramot Café í Jakobsen-húsinu við Austurstræti. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira