Lífið

Madonna opnar í Mexíkó

Óli Tynes skrifar
Madonna hefur alltaf haldið sér í góðri þjálfun. Hér með sínum fyrrverandi Guy Richie.
Madonna hefur alltaf haldið sér í góðri þjálfun. Hér með sínum fyrrverandi Guy Richie.

Tugir lögreglumanna voru utan við líkamsræktarstöð Madonnu þegar hún var opnuð í Mexíkóborg í dag. Þeir höfðu nóg að gera við að halda mörghundruð argandi aðdáendum í skefjum. Mexíkóar eru ákaflega stoltir yfir því að Madonna skyldi velja þeirra land til að opna sína fyrstu líkamsræktarstöð.

Söngkonan kvaðst hafa gert það vegna þess að hún dáðist að því hvað landsmenn væru sprækir. Hún kvaðst einnig elska menningu landsins, mat, list og arkitektúr. Ætlun Madonnu er að reisa líkamsræktarstöðvar þvers og kruss um heiminn. Þær munu bera nafnið Hard Candy. Og væntanlega skila söngkonunni einhverjum aurum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.