Sveitarstjóri á Húsavík: Þetta er gleðidagur Valur Grettisson skrifar 25. nóvember 2010 14:24 Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings. Myndin er úr safni. „Fyrir það fyrsta þá er þetta er gleðidagur að sameiginlega matinu er lokið," segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, um niðurstöðu Skipulagsstofnunnar sem Vísir greindi frá í dag. Um er að ræða niðurstöðu Skipulagsstofnunnar um heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka. Þar segir að framkvæmdirnar muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. Þá verði umhverfisáhrifin óafturkræf. Bergur segir ekkert nýtt undir sólinni og niðurstaða Skipulagsstofnunnar bæti litlu sem engu við sem ekki var vitað fyrir. „Þarna er ekkert sem kemur á óvart. Við erum ánægðir með þetta enda tiltölulegar fáar athugasemdir sem við komum til móts við eins og unnt er," segir Bergur en Húsvíkingar eru sáttir við niðurstöðuna, þó hún sé heldur neikvæð. Bergur gagnrýnir hinsvegar harðlega hversu lengi stofnunin var að vinna álitið. „Þetta tók tvö ár og fjóra mánuði," segir Bergur og bætir bjartsýnn við: „En núna tekur við að skapa störf." Aðspurður um næsta skref segir Bergur að sveitarstjórnin bíði nú eftir því að lögð verði fram beiðni um framkvæmdarleyfi. Síðan tekur stjórnin afstöðu til hennar. Verði hún samþykkt er öðrum frjálst að kæra þá ákvörðun. Verði framkvæmdarleyfið veitt þá er sveitarstjórninni skylt að rökstyðja ákvörðun sína sérstaklega. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir: „Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfis samkvæmt skipulags- og byggingarlögum fyrir matsskyldar framkvæmdir er kæranleg til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála innan mánaðar frá því að ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis liggur fyrir." Bergur segir engar slíkar beiðnir liggja fyrir. Aðspurður um álit Skipulagsstofnunnar um að 340 þúsund tonna álver sé of orkufrekt og ekki sjálfbært svarar hann því til að það sé ekkert sem segi að það sé ekki hægt að reisa 250 þúsund tonna álver. Hann bendir á að skipulagsstofnun hafi gert ráð fyrir stærsta möguleikanum. Spurður út í óhjákvæmileg náttúruspjöll segir Bergur að það sé ljóst að það muni ávallt verða spjöll á náttúrunni við framkvæmdir. „Þá skiptir engu hvort menn séu að leggja vegi að annað," segir Bergur. Hann bætir við að heimamenn viti vel hvað náttúran í kringum þá þoli. Þá áréttar hann að sveitarfélagið hafi rannsakað möguleikann á stóriðju í sveitinni í um tuttugu ár. Því sé ekki verið að ana að neinu. Aðspurður hvenær hægt verði að hefjast handa svarar Bergur því til að það sé ómögulegt að spá því í ljósi þess að engin hafi óskað eftir framkvæmdarleyfi. Hann býst þó við að einhverjar framkvæmdir, svo sem tilraunarborarnir, geti þegar hafist næsta sumar. Tengdar fréttir Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25. nóvember 2010 10:48 Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25. nóvember 2010 10:19 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá er þetta er gleðidagur að sameiginlega matinu er lokið," segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, um niðurstöðu Skipulagsstofnunnar sem Vísir greindi frá í dag. Um er að ræða niðurstöðu Skipulagsstofnunnar um heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka. Þar segir að framkvæmdirnar muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. Þá verði umhverfisáhrifin óafturkræf. Bergur segir ekkert nýtt undir sólinni og niðurstaða Skipulagsstofnunnar bæti litlu sem engu við sem ekki var vitað fyrir. „Þarna er ekkert sem kemur á óvart. Við erum ánægðir með þetta enda tiltölulegar fáar athugasemdir sem við komum til móts við eins og unnt er," segir Bergur en Húsvíkingar eru sáttir við niðurstöðuna, þó hún sé heldur neikvæð. Bergur gagnrýnir hinsvegar harðlega hversu lengi stofnunin var að vinna álitið. „Þetta tók tvö ár og fjóra mánuði," segir Bergur og bætir bjartsýnn við: „En núna tekur við að skapa störf." Aðspurður um næsta skref segir Bergur að sveitarstjórnin bíði nú eftir því að lögð verði fram beiðni um framkvæmdarleyfi. Síðan tekur stjórnin afstöðu til hennar. Verði hún samþykkt er öðrum frjálst að kæra þá ákvörðun. Verði framkvæmdarleyfið veitt þá er sveitarstjórninni skylt að rökstyðja ákvörðun sína sérstaklega. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir: „Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfis samkvæmt skipulags- og byggingarlögum fyrir matsskyldar framkvæmdir er kæranleg til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála innan mánaðar frá því að ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis liggur fyrir." Bergur segir engar slíkar beiðnir liggja fyrir. Aðspurður um álit Skipulagsstofnunnar um að 340 þúsund tonna álver sé of orkufrekt og ekki sjálfbært svarar hann því til að það sé ekkert sem segi að það sé ekki hægt að reisa 250 þúsund tonna álver. Hann bendir á að skipulagsstofnun hafi gert ráð fyrir stærsta möguleikanum. Spurður út í óhjákvæmileg náttúruspjöll segir Bergur að það sé ljóst að það muni ávallt verða spjöll á náttúrunni við framkvæmdir. „Þá skiptir engu hvort menn séu að leggja vegi að annað," segir Bergur. Hann bætir við að heimamenn viti vel hvað náttúran í kringum þá þoli. Þá áréttar hann að sveitarfélagið hafi rannsakað möguleikann á stóriðju í sveitinni í um tuttugu ár. Því sé ekki verið að ana að neinu. Aðspurður hvenær hægt verði að hefjast handa svarar Bergur því til að það sé ómögulegt að spá því í ljósi þess að engin hafi óskað eftir framkvæmdarleyfi. Hann býst þó við að einhverjar framkvæmdir, svo sem tilraunarborarnir, geti þegar hafist næsta sumar.
Tengdar fréttir Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25. nóvember 2010 10:48 Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25. nóvember 2010 10:19 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25. nóvember 2010 10:48
Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25. nóvember 2010 10:19