Sveitarstjóri á Húsavík: Þetta er gleðidagur Valur Grettisson skrifar 25. nóvember 2010 14:24 Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings. Myndin er úr safni. „Fyrir það fyrsta þá er þetta er gleðidagur að sameiginlega matinu er lokið," segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, um niðurstöðu Skipulagsstofnunnar sem Vísir greindi frá í dag. Um er að ræða niðurstöðu Skipulagsstofnunnar um heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka. Þar segir að framkvæmdirnar muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. Þá verði umhverfisáhrifin óafturkræf. Bergur segir ekkert nýtt undir sólinni og niðurstaða Skipulagsstofnunnar bæti litlu sem engu við sem ekki var vitað fyrir. „Þarna er ekkert sem kemur á óvart. Við erum ánægðir með þetta enda tiltölulegar fáar athugasemdir sem við komum til móts við eins og unnt er," segir Bergur en Húsvíkingar eru sáttir við niðurstöðuna, þó hún sé heldur neikvæð. Bergur gagnrýnir hinsvegar harðlega hversu lengi stofnunin var að vinna álitið. „Þetta tók tvö ár og fjóra mánuði," segir Bergur og bætir bjartsýnn við: „En núna tekur við að skapa störf." Aðspurður um næsta skref segir Bergur að sveitarstjórnin bíði nú eftir því að lögð verði fram beiðni um framkvæmdarleyfi. Síðan tekur stjórnin afstöðu til hennar. Verði hún samþykkt er öðrum frjálst að kæra þá ákvörðun. Verði framkvæmdarleyfið veitt þá er sveitarstjórninni skylt að rökstyðja ákvörðun sína sérstaklega. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir: „Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfis samkvæmt skipulags- og byggingarlögum fyrir matsskyldar framkvæmdir er kæranleg til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála innan mánaðar frá því að ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis liggur fyrir." Bergur segir engar slíkar beiðnir liggja fyrir. Aðspurður um álit Skipulagsstofnunnar um að 340 þúsund tonna álver sé of orkufrekt og ekki sjálfbært svarar hann því til að það sé ekkert sem segi að það sé ekki hægt að reisa 250 þúsund tonna álver. Hann bendir á að skipulagsstofnun hafi gert ráð fyrir stærsta möguleikanum. Spurður út í óhjákvæmileg náttúruspjöll segir Bergur að það sé ljóst að það muni ávallt verða spjöll á náttúrunni við framkvæmdir. „Þá skiptir engu hvort menn séu að leggja vegi að annað," segir Bergur. Hann bætir við að heimamenn viti vel hvað náttúran í kringum þá þoli. Þá áréttar hann að sveitarfélagið hafi rannsakað möguleikann á stóriðju í sveitinni í um tuttugu ár. Því sé ekki verið að ana að neinu. Aðspurður hvenær hægt verði að hefjast handa svarar Bergur því til að það sé ómögulegt að spá því í ljósi þess að engin hafi óskað eftir framkvæmdarleyfi. Hann býst þó við að einhverjar framkvæmdir, svo sem tilraunarborarnir, geti þegar hafist næsta sumar. Tengdar fréttir Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25. nóvember 2010 10:48 Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25. nóvember 2010 10:19 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá er þetta er gleðidagur að sameiginlega matinu er lokið," segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, um niðurstöðu Skipulagsstofnunnar sem Vísir greindi frá í dag. Um er að ræða niðurstöðu Skipulagsstofnunnar um heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka. Þar segir að framkvæmdirnar muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. Þá verði umhverfisáhrifin óafturkræf. Bergur segir ekkert nýtt undir sólinni og niðurstaða Skipulagsstofnunnar bæti litlu sem engu við sem ekki var vitað fyrir. „Þarna er ekkert sem kemur á óvart. Við erum ánægðir með þetta enda tiltölulegar fáar athugasemdir sem við komum til móts við eins og unnt er," segir Bergur en Húsvíkingar eru sáttir við niðurstöðuna, þó hún sé heldur neikvæð. Bergur gagnrýnir hinsvegar harðlega hversu lengi stofnunin var að vinna álitið. „Þetta tók tvö ár og fjóra mánuði," segir Bergur og bætir bjartsýnn við: „En núna tekur við að skapa störf." Aðspurður um næsta skref segir Bergur að sveitarstjórnin bíði nú eftir því að lögð verði fram beiðni um framkvæmdarleyfi. Síðan tekur stjórnin afstöðu til hennar. Verði hún samþykkt er öðrum frjálst að kæra þá ákvörðun. Verði framkvæmdarleyfið veitt þá er sveitarstjórninni skylt að rökstyðja ákvörðun sína sérstaklega. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir: „Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfis samkvæmt skipulags- og byggingarlögum fyrir matsskyldar framkvæmdir er kæranleg til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála innan mánaðar frá því að ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis liggur fyrir." Bergur segir engar slíkar beiðnir liggja fyrir. Aðspurður um álit Skipulagsstofnunnar um að 340 þúsund tonna álver sé of orkufrekt og ekki sjálfbært svarar hann því til að það sé ekkert sem segi að það sé ekki hægt að reisa 250 þúsund tonna álver. Hann bendir á að skipulagsstofnun hafi gert ráð fyrir stærsta möguleikanum. Spurður út í óhjákvæmileg náttúruspjöll segir Bergur að það sé ljóst að það muni ávallt verða spjöll á náttúrunni við framkvæmdir. „Þá skiptir engu hvort menn séu að leggja vegi að annað," segir Bergur. Hann bætir við að heimamenn viti vel hvað náttúran í kringum þá þoli. Þá áréttar hann að sveitarfélagið hafi rannsakað möguleikann á stóriðju í sveitinni í um tuttugu ár. Því sé ekki verið að ana að neinu. Aðspurður hvenær hægt verði að hefjast handa svarar Bergur því til að það sé ómögulegt að spá því í ljósi þess að engin hafi óskað eftir framkvæmdarleyfi. Hann býst þó við að einhverjar framkvæmdir, svo sem tilraunarborarnir, geti þegar hafist næsta sumar.
Tengdar fréttir Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25. nóvember 2010 10:48 Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25. nóvember 2010 10:19 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25. nóvember 2010 10:48
Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25. nóvember 2010 10:19