Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er kominn til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara.
Hann var sóttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu í morgun en yfirheyrslur yfir honum fara fram í húsnæði sérstaks saksóknara á Laugavegi. Hreiðar var handtekinn í gær og tólf daga gæsluvarðhalds krafist yfir honum. Dómari ákveður í dag hvort hann fellst á beiðnina.
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemburg, var líka handtekinn en engar fréttir hafa borist af því hvort farið verður framá gæsluvarðhald yfir honum.
Hreiðar kominn til yfirheyrslu
Jón Hákon Halldórsson skrifar
