Innlent

Íslenskur sérfræðingur: Rússanna bíður erfitt verk

Rannsóknarnefnd flugslysa í Rússlandi bíður erfitt og viðkvæmt verkefni segir íslenskur flugslysasérfræðingur. Vladimir Pútin ætlar persónulega að fylgjast með rannsókninni.

Pútin sagði í dag nauðsynlegt að tryggja að allt verði gert til þess að komast að því hvað olli flugslysinu í gærmorgun, á sem stystum tíma. Flugritar Tupalov vélarinnar sem fórst með Kacynski og föruneyti hafa þegar fundist og rannsakendur eru þegar byrjaðir að greina hann.

Starfsmaður Rannsóknarnefndar flugslysa hér á landi segir að nokkrar vikur séu þar til skýr svör fáist um orsakir slyssins.

„Síðan verða flugupptökur og samsamskipti við flugturna yfirfarið. Síðan eru viðtöl við vitni og þá sem geta gefið upplýsingar um slysið. Síðast en ekki síst er það vettvangurinn sjálfur en það tekur væntanlega einhverja daga eða vikur að skoða ummerki," segir Þorkell Ágústsson, forstöðumaður og rannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa.

Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. Mynd/Stefán Karlsson.
Frumniðurstöður gætu þó legið fyrir innan skamms. Ljóst sé þó að rannasakendur eru undir mikilli pressu enda er flugslysið í gær nánast án fordæma.

„Maður á mjög erfitt með að ímynda sér að svona nokkuð hafi gerst á friðartímum. Að æðstu embættismenn ríkis farist allir í slysi af þessu tagi," segir Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur.

Eins og fram hefur komið var forsetinn á leiðinni til minningarathafnir í Katyn skógi þar sem meira en 20 þúsund pólskir liðsforingjar voru teknir af lífi að skipan Jósef Stalín.

„Pólska þjóðin hefur síðustu aldir þurft að þola ótrúlegar hörmungar. Saga okkar er dans á rósum miðað við það. Það að þetta stórslys verði í þessu samhengi setur auðvitað mjög sérstakan svip á þetta," segir Guðni.




Tengdar fréttir

Fjöldi háttsettra embættismanna voru í flugvél forsetans

Nú er talið að 96 manns hafi farist þegar flugvél Lech Kaczynski forseta Póllands fórst í vesturhluta Rússlands í morgun. En áður hafði verið talið að allt að 132 hefðu verið um borð í flugvélinni. Með forsetanum fórust María eiginkona hans og margir æðstu ráðamenn pólska hersins ásamt seðlabankastjóra landsins.

Fullt út úr dyrum í minningarathöfn

Minningarathöfn í Kristskirkju á Landakoti um forsetann og alla þá sem fórust í flugslysinu í Rússlandi í morgun er nýlokið. Í slysinu fórust forseti landsins og fjölmargir háttsettir embættismenn. Fullt vart út úr dyrum í Kristskirkju en meðal þeirra sem sóttu athöfnina voru Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.

Pútín vakir yfir rannsókninni

Vladímir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur lýst því yfir að hann muni persónulega fylgjast með rannsókn á flugslysinu þegar forseti Póllands og fylgdarlið hans fórst í flugslysi í vesturhluta Rússlands í gær. Flest bendir til að mistök flugmanna hafi orsakað slysið þegar Lech Kaczynski, forseti Póllands, eiginkona hans og tugir æðstu embættismanna landsins fórust við Smolensk í Rússlandi í gærmorgun.

Össur um forseta Póllands: Hlýja hans gagnvart Íslandi var ótvíræð

„Þetta er ógurlega sorglegt og ég fyllist samúð með pólsku þjóðinni að missa forseta sinn með þessu hætti,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, um Lech Kaczynski, forseta Póllands, sem fórst í flugslysi í vesturhluta Rússlands í morgun. Talið er að 96 manns hafi farist í slysinu, þar á meðal forsetafrúin, fjölmargir háttsettir embættismenn og æðstu ráðamenn pólska hersins.

Minningarathöfn vegna flugslyssins

Aðalræðismannsskrifstofa Póllands hér á landi stendur fyrir minningarathöfn í Landakotskirkju síðar í dag vegna flugslyssins í vesturhluta Rússlands í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og sendinefnd fórust.

Fyrirskipar viku þjóðarsorg í Póllandi

Forseti pólska þingsins hefur tekið við embætti forseta landsins til bráðabirgða eins og stjórnarskrá Póllands gerir ráð fyrir. Hann hefur fyrirskipað viku þjóðarsorg í landinu vegna flugslyssins skammt frá Smolensk í vesturhluta Rússlands, þar sem Lech Kaczynski forseti landsins og margir æðstu embættismenn landsins fórust.

Minnast fórnarlambanna - Lík forsetans flutt til Póllands

Pólverjar minntust forseta síns og þeirra tuga manna sem fórust með honum í flugslysinu í Rússlandi í gær, með tveggja mínútna þögn í morgun. Kennsl hafa verið borin á lík forsetans sem líklega verður flutt til Póllands í dag.

Forseti Póllands fórst í flugslysi

Lech Kaczynski, forseti Póllands, og eiginkona hans fórust ásamt 130 öðrum þegar flugvél sem hann var í fórst í vesturhluta Rússlands klukkan sjö í morgun. Enginn þeirra sem um borð var lifði slysið af. Flugvélin var af gerðinni Tupolev 154, framleidd í Rússlandi og var á leið inn til lendingar þegar slysið varð.

Forseti Íslands sendir Pólverjum samúðarkveðjur

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun Bronisław Komorowski, forseta pólska þingsins og starfandi forseta landsins, samúðarkveðjur Íslendinga til pólsku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss þar sem Lech Kaczyński forseti Póllands, Maria Kaczyński eiginkona hans og fjölmargir aðrir forystumenn landsins og nánir samverkamenn forsetans létu lífið.

Látlaus viðhöfn á flugvellinum í Varsjá

Lík Lech Kaczynski forseta Póllands var flutt með pólskri herflugvél til heimlandsins í dag. Látlaus viðhöfn var á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, þegar hermenn báru kistu forsetans út úr flugvélinni. Helstu ráðamenn landsins voru viðstaddir og hermenn stóðu heiðursvörð. Síðan var ekið með kistuna frá flugvellinum í gegnum miðborgina að forsetahöllinni.

Jóhanna sendi samúðarkveðjur

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sendi í dag forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, samúðarkveðju. Í bréfi til ráðherrans lýsir hún yfir dýpstu samúð ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og fylgdarlið létust.

Seðlabankastjóri sendi samúðarkveðjur til Póllands

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sendi í dag bréf til Piotr Wiesioleks starfandi seðlabankastjóra Póllands með samúðarkveðjum vegna fráfalls Slawomirs Stanislaws Skrzypeks seðlabankastjóra Póllands í hinu hörmulega flugslysi í Rússlandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×