Vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum 28. maí 2010 06:45 Jón Gnarr. „Þetta eru nú ákveðin vonbrigði. Ég stóð í þeirri trú að við myndum bæta við okkur jafnt og þétt. Ég hef stefnt að því allan tímann að ná hreinum meirihluta til að við getum staðið fyrir einhverjum alvöru breytingum í borginni," segir Jón Gnarr, efsti maður á lista Besta flokksins. „Ég hef fulla trú á því og vona það svo innilega að við náum hreinum meirihluta svo það verði alveg gleði í gegn og Reykvíkingar geti átt bjarta og skemmtilega framtíð með Besta flokknum." Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar vill gera betur í kosningunum en í könnuninni. „Við teljum atvinnumálin vera stærsta málið og erum eini flokkurinn sem er að kynna raunhæfa aðgerða-áætlun í þeim málaflokki. Ég vona því að eftir að hefur verið talið upp úr kössunum þá verði staða okkar enn sterkari en þetta gefur til kynna," segir Dagur B. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum. „Við erum að sækja á miðað við síðustu könnun Fréttablaðsins þótt aðrar nýlegar skoðanakannanir hafi sýnt okkur eitthvað hærri. Ég vonast auðvitað til þess að niðurstaðan úr kosningunum færi okkur fleiri borgarfulltrúa og að íbúar í Reykjavík kjósi með áframhaldandi árangri án skattahækkana og nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum," segir Hanna Birna. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, hafði fátt um könnunina að segja. „Ég hef fátt um þetta að segja. Ég ætla bara að nota daginn á morgun til að halda áfram að tala við fólk. Við erum á baráttufundi í Iðnó þar sem er brjálæðisleg stemning og brjálæðislega margir. Við ætlum bara að fara út og sannfæra fólk og það mun alveg örugglega takast," segir Sóley Tómasdóttir. - shá Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
„Þetta eru nú ákveðin vonbrigði. Ég stóð í þeirri trú að við myndum bæta við okkur jafnt og þétt. Ég hef stefnt að því allan tímann að ná hreinum meirihluta til að við getum staðið fyrir einhverjum alvöru breytingum í borginni," segir Jón Gnarr, efsti maður á lista Besta flokksins. „Ég hef fulla trú á því og vona það svo innilega að við náum hreinum meirihluta svo það verði alveg gleði í gegn og Reykvíkingar geti átt bjarta og skemmtilega framtíð með Besta flokknum." Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar vill gera betur í kosningunum en í könnuninni. „Við teljum atvinnumálin vera stærsta málið og erum eini flokkurinn sem er að kynna raunhæfa aðgerða-áætlun í þeim málaflokki. Ég vona því að eftir að hefur verið talið upp úr kössunum þá verði staða okkar enn sterkari en þetta gefur til kynna," segir Dagur B. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum. „Við erum að sækja á miðað við síðustu könnun Fréttablaðsins þótt aðrar nýlegar skoðanakannanir hafi sýnt okkur eitthvað hærri. Ég vonast auðvitað til þess að niðurstaðan úr kosningunum færi okkur fleiri borgarfulltrúa og að íbúar í Reykjavík kjósi með áframhaldandi árangri án skattahækkana og nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum," segir Hanna Birna. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, hafði fátt um könnunina að segja. „Ég hef fátt um þetta að segja. Ég ætla bara að nota daginn á morgun til að halda áfram að tala við fólk. Við erum á baráttufundi í Iðnó þar sem er brjálæðisleg stemning og brjálæðislega margir. Við ætlum bara að fara út og sannfæra fólk og það mun alveg örugglega takast," segir Sóley Tómasdóttir. - shá
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira