„Ég vil að allir sjái mynd af þessu tæki“ 19. maí 2010 06:00 Leiktæki sömu tegundar Tvær kaðlarólur og rennibraut eru á leiktækinu. Þetta tæki, sem er nákvæmlega eins, er stutt frá heimili drengsins sem lést. Rólurnar tvær voru skornar niður eftir slysið á laugardaginn. fréttablaðið/anton „Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld. „Ég spyr hvernig stendur á því að það er hægt að selja tæki sem veldur skaða sem þessum. Rannsóknarlögreglan segir að tækið sé löglegt til nota í einkagörðum þar sem börn leika sér undir eftirliti. Þetta er auðvitað fásinna. Þegar keypt eru leiktæki fyrir lítil börn hlýtur maður að geta gengið að því vísu að tækið sé barnvænt en ekki stórhættulegt.“ Hákon segir að enginn hafi orðið vitni að slysinu á laugardaginn. Atburðarásin hafi verið hröð og ekki í mannlegu valdi að grípa inn í. Hann gagnrýnir hart að kaðlarólur séu enn seldar. „Það getur ekki verið að ástæðulausu að flestar rólur eru keðjurólur þar sem sérstök hlíf kemur í veg fyrir að hægt sé að búa til snöru eða lykkju eins og hún sem olli slysinu á laugardaginn,“ segir Hákon. Hann segir að leiktækið hafi verið keypt í BYKO, en það sé einnig selt í fleiri verslunum um allt land og hvergi sé varað við því að rólurnar séu hættulegar. Leiktækið var sett upp stutt frá heimili drengsins en hefur verið tekið niður. „Lögreglan tók niður tækið að ósk fólksins sem átti það, en það er annað eins í garði hjá öðru fjölbýlishúsi hérna rétt hjá. Ég er viss um að þessi leiktæki eru í fjölmörgum görðum um allt land og því vil ég benda fólki á þá hættu sem af því stafar,“ segir Hákon. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, hefur unnið að málinu frá upphafi í samstarfi við rannsóknarlögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur jafnframt verið fulltrúum frá versluninni BYKO til ráðgjafar. Hún segist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi þar sem hún er bundin trúnaði að ósk lögreglunnar. Hún vill hins vegar fullvissa alla um það að faglega hafi verið staðið að rannsókn málsins og nauðsynlegar ráðstafanir gerðar um leið og mögulegt er. Ekki eru unnt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu. Ekki náðist í neinn af forsvarsmönnum BYKO við vinnslu fréttarinnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Fréttir ársins 2010 Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
„Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld. „Ég spyr hvernig stendur á því að það er hægt að selja tæki sem veldur skaða sem þessum. Rannsóknarlögreglan segir að tækið sé löglegt til nota í einkagörðum þar sem börn leika sér undir eftirliti. Þetta er auðvitað fásinna. Þegar keypt eru leiktæki fyrir lítil börn hlýtur maður að geta gengið að því vísu að tækið sé barnvænt en ekki stórhættulegt.“ Hákon segir að enginn hafi orðið vitni að slysinu á laugardaginn. Atburðarásin hafi verið hröð og ekki í mannlegu valdi að grípa inn í. Hann gagnrýnir hart að kaðlarólur séu enn seldar. „Það getur ekki verið að ástæðulausu að flestar rólur eru keðjurólur þar sem sérstök hlíf kemur í veg fyrir að hægt sé að búa til snöru eða lykkju eins og hún sem olli slysinu á laugardaginn,“ segir Hákon. Hann segir að leiktækið hafi verið keypt í BYKO, en það sé einnig selt í fleiri verslunum um allt land og hvergi sé varað við því að rólurnar séu hættulegar. Leiktækið var sett upp stutt frá heimili drengsins en hefur verið tekið niður. „Lögreglan tók niður tækið að ósk fólksins sem átti það, en það er annað eins í garði hjá öðru fjölbýlishúsi hérna rétt hjá. Ég er viss um að þessi leiktæki eru í fjölmörgum görðum um allt land og því vil ég benda fólki á þá hættu sem af því stafar,“ segir Hákon. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, hefur unnið að málinu frá upphafi í samstarfi við rannsóknarlögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur jafnframt verið fulltrúum frá versluninni BYKO til ráðgjafar. Hún segist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi þar sem hún er bundin trúnaði að ósk lögreglunnar. Hún vill hins vegar fullvissa alla um það að faglega hafi verið staðið að rannsókn málsins og nauðsynlegar ráðstafanir gerðar um leið og mögulegt er. Ekki eru unnt að greina frá nafni drengsins að svo stöddu. Ekki náðist í neinn af forsvarsmönnum BYKO við vinnslu fréttarinnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Fréttir ársins 2010 Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira