Innlent

Formaður Sjálfstæðisflokksins um Icesave-málið: Stjórnin niðurlægð

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um nýjan Icesave-samning í gær. Sagðist hann meðal annars telja að það væri góð gjöf ef samstaða tækist um að klára málið á þann hátt sem væri áhættuminnstur og hagstæðastur fyrir Ísland.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málð á sinn hátt niðurlægjandi fyrir stjórnarflokkana. Eflaust væri gott fyrir þá að saga málsins yrði ekki rifjuð upp og aðeins rætt um efnisatriði frumvarpsins sem lægi fyrir þinginu. Það væri hins vegar útilokað.

Sagði hann jafnframt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi leggja kalt mat á málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×